Flugi norræna flugfélagsins Scandinavian Airlines eða SAS, til og frá Keflavíkurflugvelli í dag hefur öllu verið aflýst. Þetta kemur fram á vef Isavia en mbl greindi fyrst frá.
Um er að ræða flug SAS til og frá norrænu höfuðborgunum Kaupmannahöfn og Osló. Að sögn Guðjóns Helgasonar liggur ekki fyrir hvað veldur aflýsingu flugferðanna. Þar sem að vélarnar sem ferja áttu farþega frá Íslandi hafi ekki skilað sér séu farþegar í Keflavík strandaglópar.
Samkvæmt vef Isavia má sjá að flug SAS sem áætlað er á morgun er enn á áætlun.
Flugi SAS til og frá Keflavík í dag aflýst
