Fótbolti

Vill að afríska sambandið refsi Kamerún

Ósáttar landsliðskonur Kamerún benda hér á skjáinn.
Ósáttar landsliðskonur Kamerún benda hér á skjáinn. vísir/getty
Yfirmaður knattspyrnumála kvenna hjá afríska knattspyrnusambandinu vill að landslið Kamerún verði refsað fyrir framgöngu sína í leiknum við England á HM kvenna

Kamerún tapaði 3-0 í 16-liða úrslitum gegn Ljónynjunum hans Phil Neville á sunnudag. Kamerúnska liðið varð tvisvar svo ósátt við myndbandsdómgæslu í leiknum að svo virtist sem liðið ætlaði að neita að halda áfram leik.

Þjálfari Kamerún, Alain Djeumfa, hefur þvertekið fyrir það að liðið hafi ætlað að hætta leik.

Isha Johansen, sem er í stjórn afríska knattspyrnusambandsins og er forseti deildar sambandsins sem sér um kvennaboltann, vill sjá liði Kamerún refsað eftir því sem fram kemur í frétt ESPN.

Hún segir hegðun Kamerún hafi „ekki aðeins látið kvennaboltann í Afríku líta illa út heldur afrískan fótbolta í heild sinni.“ Þrátt fyrir það sagðist hún stolt af öllum afrísku liðunum á HM.

Johansen vill að afríska sambandið refsi Kamerún jafnvel þó að FIFA geri það ekki.

„Þetta mál verður tekið fyrir innan sambandsins,“ sagði hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×