BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 08:25 Áhrifavaldar leggja margir ýmislegt á sig fyrir hina fullkomnu sjálfu. Vísir/Getty Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. Í umfjölluninni er m.a. fjallað um nýlega heimsókn rússnesku Instagram-stjörnunnar Alexander Tikhomirov, sem nú í júní gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Í hálftímalöngu myndbandi Tikhomirov frá Íslandsreisunni sést m.a. þegar hann greiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaakstursins en svo virðist sem hann hafi tekið samskipti sín við lögreglu upp í laumi.Ölvunarakstur, umhverfisspjöll og drónar Málið vakti töluverða reiði meðal Íslendinga, líkt og minnst er á í umfjöllun BBC. Í því samhengi er t.d. rætt um sérstaka Facebook- og Instagram-reikninga þar sem pirraðir Íslendingar birta myndir, frásagnir og myndbönd af óæskilegri hegðun ferðamanna. Áhrifavaldarnir hafi til dæmis orðið uppvísir að drykkjulátum á almannafæri, ölvunarakstri, umhverfisspjöllum og ólöglegu drónaflugi, svo fátt eitt sé nefnt. Til að sporna við óæskilegri hegðun ferðamanna hafi verið hrint af stað herferðum og vísar BBC til að mynda í vefsíðu Visit Iceland. Þar séu ferðamenn hvattir til ábyrgrar hegðunar í náttúru landsins, sérstaklega þegar kemur að utanvegaakstri og hinum viðkvæma mosa. Þá er fjallað um „ferðamannaeiðinn“ svokallaða, sem aðgengilegur er á vefsíðu Visit Iceland og ferðamenn eru hvattir til að skrifa undir við komuna hingað til lands. Þar eru þeir hvattir til að stofna lífi sínu ekki í hættu fyrir Instagram-færslu, ganga ekki örna sinna hvar sem er og bera virðingu fyrir náttúru landsins.Ferðamönnum hefur fjölgað hratt á Íslandi undanfarin ár.Vísir/VilhelmÍslenskir fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um gáleysi ferðamanna hér á landi síðustu ár. Utanvegaakstur á borð við þann sem rússneska samfélagsmiðlastjarnan var staðinn að hefur þar verið veigamikill. Þannig vakti það nokkra lukku þegar skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum lét tvo kínverska ferðamenn, sem hann kom að í utanvegaakstri á svæðinu, raka yfir hjólförin í tvo klukkutíma. Aðrir hafa þurft að reiða fram fúlgur fjár í sekt fyrir utanvegaakstur, til dæmis sex franskir ferðamenn við Þríhyrningsá í fyrra og þá var annar hópur staðinn að því sama á Dyrhólaey sama ár.Erkiáhrifavaldurinn Justin Bieber Í umfjöllun BBC er rætt við Pál Jökul Pétursson, sem ferðast með erlenda ljósmyndara um Ísland. Hann segist standa í þeirri trú að áhrifavaldar á Instagram, sem sæki Ísland heim, séu bæði góðir og slæmir. „Þeir slæmu trekkja oft að slæmu gestina með því að sýna af sér glæfralega hegðun og brjóta reglurnar, og aðrir fá þá á tilfinninguna að það þurfi ekki að fara eftir reglum á Íslandi, eins og til dæmis að aka utan vega,“ segir Páll, sem kveðst hafa séð ferðamenn haga sér í senn hættulega og dónalega. „Eins og að klifra yfir grindverk til að standa á klettabrún, aðeins til þess að ná sjálfu á Instagram.“ Páll leggur jafnframt áherslu á að „góðu“ áhrifavaldarnir leggi sig fram við að merkja ekki staði í færslum sínum sem eru úr alfaraleið til að vernda þá fyrir ágangi ferðamanna. Þekkt er að ferðamannastaðir á Íslandi, jafnvel lítt þekktir, hafi farið illa út úr slíkum ágangi. Þannig má nefna erkiáhrifavaldinn og söngvarann Justin Bieber sem hafði Fjaðrárgljúfur í aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi við lag sitt I‘ll Show You. Fjöldi fólks hefur síðan lagt leið sína í gljúfrið en Umhverfisstofnun birti í mars síðastliðnum myndir af svæðinu, þar sem sjá má sláandi mun á tiltekinni klettasnös sem Bieber stendur á í myndbandinu. Þar hafði reglum greinilega ekki verið fylgt til hins ítrasta og tölvuert verið gengið út af vegslóðum. Loka þurfti svæðinu um tíma vegna skemmda en opnað var fyrir umferð um það á ný í lok maí. Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rússinn með falda myndavél þegar hann greiddi sektina á lögreglustöðinni Rússneska Instagram-stjarnan Alexander Tikhomirov hefur birt um hálftíma langt myndband frá Íslandsreisu sinni fyrr í mánuðinum en í ferðinni gerðist hann sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. 19. júní 2019 13:45 Fjórir lögreglumenn sendir í Bása vegna hótana ferðamanns Tóku hann með sér til byggða. 10. júní 2019 13:39 Bíll flaut niður Krossá og hafnaði á göngubrú Erlent par á ferð um Þórsmörk komst heldur betur í hann krappann í dag þegar þau hugðust þvera Krossá á bifreið sinni, í stað þess að komast klakklaust yfir var dýptin mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og tók bíllinn að fljóta niður eftir ánni þar til að hann hafnaði á göngubrú yfir ána. 23. júní 2019 22:05 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. Í umfjölluninni er m.a. fjallað um nýlega heimsókn rússnesku Instagram-stjörnunnar Alexander Tikhomirov, sem nú í júní gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Í hálftímalöngu myndbandi Tikhomirov frá Íslandsreisunni sést m.a. þegar hann greiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaakstursins en svo virðist sem hann hafi tekið samskipti sín við lögreglu upp í laumi.Ölvunarakstur, umhverfisspjöll og drónar Málið vakti töluverða reiði meðal Íslendinga, líkt og minnst er á í umfjöllun BBC. Í því samhengi er t.d. rætt um sérstaka Facebook- og Instagram-reikninga þar sem pirraðir Íslendingar birta myndir, frásagnir og myndbönd af óæskilegri hegðun ferðamanna. Áhrifavaldarnir hafi til dæmis orðið uppvísir að drykkjulátum á almannafæri, ölvunarakstri, umhverfisspjöllum og ólöglegu drónaflugi, svo fátt eitt sé nefnt. Til að sporna við óæskilegri hegðun ferðamanna hafi verið hrint af stað herferðum og vísar BBC til að mynda í vefsíðu Visit Iceland. Þar séu ferðamenn hvattir til ábyrgrar hegðunar í náttúru landsins, sérstaklega þegar kemur að utanvegaakstri og hinum viðkvæma mosa. Þá er fjallað um „ferðamannaeiðinn“ svokallaða, sem aðgengilegur er á vefsíðu Visit Iceland og ferðamenn eru hvattir til að skrifa undir við komuna hingað til lands. Þar eru þeir hvattir til að stofna lífi sínu ekki í hættu fyrir Instagram-færslu, ganga ekki örna sinna hvar sem er og bera virðingu fyrir náttúru landsins.Ferðamönnum hefur fjölgað hratt á Íslandi undanfarin ár.Vísir/VilhelmÍslenskir fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um gáleysi ferðamanna hér á landi síðustu ár. Utanvegaakstur á borð við þann sem rússneska samfélagsmiðlastjarnan var staðinn að hefur þar verið veigamikill. Þannig vakti það nokkra lukku þegar skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum lét tvo kínverska ferðamenn, sem hann kom að í utanvegaakstri á svæðinu, raka yfir hjólförin í tvo klukkutíma. Aðrir hafa þurft að reiða fram fúlgur fjár í sekt fyrir utanvegaakstur, til dæmis sex franskir ferðamenn við Þríhyrningsá í fyrra og þá var annar hópur staðinn að því sama á Dyrhólaey sama ár.Erkiáhrifavaldurinn Justin Bieber Í umfjöllun BBC er rætt við Pál Jökul Pétursson, sem ferðast með erlenda ljósmyndara um Ísland. Hann segist standa í þeirri trú að áhrifavaldar á Instagram, sem sæki Ísland heim, séu bæði góðir og slæmir. „Þeir slæmu trekkja oft að slæmu gestina með því að sýna af sér glæfralega hegðun og brjóta reglurnar, og aðrir fá þá á tilfinninguna að það þurfi ekki að fara eftir reglum á Íslandi, eins og til dæmis að aka utan vega,“ segir Páll, sem kveðst hafa séð ferðamenn haga sér í senn hættulega og dónalega. „Eins og að klifra yfir grindverk til að standa á klettabrún, aðeins til þess að ná sjálfu á Instagram.“ Páll leggur jafnframt áherslu á að „góðu“ áhrifavaldarnir leggi sig fram við að merkja ekki staði í færslum sínum sem eru úr alfaraleið til að vernda þá fyrir ágangi ferðamanna. Þekkt er að ferðamannastaðir á Íslandi, jafnvel lítt þekktir, hafi farið illa út úr slíkum ágangi. Þannig má nefna erkiáhrifavaldinn og söngvarann Justin Bieber sem hafði Fjaðrárgljúfur í aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi við lag sitt I‘ll Show You. Fjöldi fólks hefur síðan lagt leið sína í gljúfrið en Umhverfisstofnun birti í mars síðastliðnum myndir af svæðinu, þar sem sjá má sláandi mun á tiltekinni klettasnös sem Bieber stendur á í myndbandinu. Þar hafði reglum greinilega ekki verið fylgt til hins ítrasta og tölvuert verið gengið út af vegslóðum. Loka þurfti svæðinu um tíma vegna skemmda en opnað var fyrir umferð um það á ný í lok maí.
Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rússinn með falda myndavél þegar hann greiddi sektina á lögreglustöðinni Rússneska Instagram-stjarnan Alexander Tikhomirov hefur birt um hálftíma langt myndband frá Íslandsreisu sinni fyrr í mánuðinum en í ferðinni gerðist hann sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. 19. júní 2019 13:45 Fjórir lögreglumenn sendir í Bása vegna hótana ferðamanns Tóku hann með sér til byggða. 10. júní 2019 13:39 Bíll flaut niður Krossá og hafnaði á göngubrú Erlent par á ferð um Þórsmörk komst heldur betur í hann krappann í dag þegar þau hugðust þvera Krossá á bifreið sinni, í stað þess að komast klakklaust yfir var dýptin mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og tók bíllinn að fljóta niður eftir ánni þar til að hann hafnaði á göngubrú yfir ána. 23. júní 2019 22:05 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Rússinn með falda myndavél þegar hann greiddi sektina á lögreglustöðinni Rússneska Instagram-stjarnan Alexander Tikhomirov hefur birt um hálftíma langt myndband frá Íslandsreisu sinni fyrr í mánuðinum en í ferðinni gerðist hann sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit. 19. júní 2019 13:45
Fjórir lögreglumenn sendir í Bása vegna hótana ferðamanns Tóku hann með sér til byggða. 10. júní 2019 13:39
Bíll flaut niður Krossá og hafnaði á göngubrú Erlent par á ferð um Þórsmörk komst heldur betur í hann krappann í dag þegar þau hugðust þvera Krossá á bifreið sinni, í stað þess að komast klakklaust yfir var dýptin mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og tók bíllinn að fljóta niður eftir ánni þar til að hann hafnaði á göngubrú yfir ána. 23. júní 2019 22:05
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels