Innlent

Bætir í rigninguna í kvöld

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það verður væta vestantil á landinu í dag.
Það verður væta vestantil á landinu í dag. Vísir/vilhelm
Búast má við vestan- og suðvestanátt í dag, víða 5-13 m/s. Bjart og hlýtt á austanverðu landinu, en dálítil væta vestantil og bætir í úrkomu þar í kvöld, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Á morgun verður suðlægari átt og rigning með köflum en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi fram á kvöld. Hiti 12 til 24 stig, hlýjast austanlands.

Suðvestan 5-10 m/s á föstudag og víða dálítil rigning en úrkomulítið síðdegis. Hiti 10 til 18 stig, áfram hlýjast austantil.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Suðvestan 5-13 m/s, skýjað og rigning með köflum á S- og V-landi.

Hiti 12 til 24 stig, hlýjast A-lands. 

Á föstudag:

Suðvestan 5-10 og dálítil væta, en úrkomulítið síðdegis og léttir til SA-lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á SA- og A-landi. 

Á laugardag:

Norðaustanátt, skýjað og og sums staðar smáskúrir. Hiti 6 til 16 stig, mildast SV-lands. 

Á sunnudag:

Norðanátt og skýjað en úrkomulítið. Heldur kólnandi. 

Á mánudag:

Vestlæg átt og skýjað með köflum. Hiti víða 10 til 15 stig síðdegis. 

Á þriðjudag:

Sunnanátt og rigning, en úrkomulítið á NA- og A-landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×