Innlent

Þrír áfram í gæsluvarðhaldi en einum sleppt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tveir af mönnunum fjórum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald hlutu dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða fyrir rúmum áratug.
Tveir af mönnunum fjórum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald hlutu dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða fyrir rúmum áratug. Vísir/Vilhelm

Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi. Fjórir voru upphaflega úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar þar til í júní en einum þeirra hefur nú verið sleppt úr haldi.

Mennirnir voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglunnar fyrr í mánuðinum, en rannsóknin snýr m.a. að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Alls voru sjö handteknir í aðgerðunum og ráðist var í níu húsleitir.

Tveir af mönnunum fjórum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald hlutu dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða fyrir rúmum áratug.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.