Innlent

Þrír áfram í gæsluvarðhaldi en einum sleppt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tveir af mönnunum fjórum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald hlutu dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða fyrir rúmum áratug.
Tveir af mönnunum fjórum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald hlutu dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða fyrir rúmum áratug. Vísir/Vilhelm
Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi. Fjórir voru upphaflega úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar þar til í júní en einum þeirra hefur nú verið sleppt úr haldi.Mennirnir voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglunnar fyrr í mánuðinum, en rannsóknin snýr m.a. að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Alls voru sjö handteknir í aðgerðunum og ráðist var í níu húsleitir.Tveir af mönnunum fjórum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald hlutu dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða fyrir rúmum áratug.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.