Innlent

Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Vísir/Vilhelm
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur séu jákvæðar fréttir. Ákvörðunin staðfesti að markmið nýgerðra kjarasamninga um að bæta lífskjör á breiðum grunni hafi gengið eftir.

Sjá nánar: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtalækkun

„Vaxtalækkun er mikilvæg fyrir launafólk og efnahagslífið allt og sé enn eitt skrefið í átt að markmiðum samninganna að bæta lífskjör og afkomu fólks.“

Með ákvörðuninni sé Seðlabankinn að bregðast við breyttum aðstæðum í efnahagslífinu en umsvif í hagkerfinu hafa dregist saman undanfarin misseri.

„Þar munar mestu um breyttar horfur í útflutningsgreinum en Seðlabankinn spáði í síðustu peningamálum að útflutningur myndi dragast saman um 3,7% á þessu ári. Vöxtur einkaneyslunnar mælist þó enn nokkur en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar jókst einkaneysla um 2,8% milli ára á fyrsta ársfjórðungi,“ segir í frétt ASÍ.

„Ljóst er að efnahagsleg óvissa hefur aukist og vænta má þess að atvinnuleysi komi til með að aukast með haustinu. Seðlabankinn væntir þess þó að verðbólga sé búin að ná hámarki og komi til með að hjaðna á næstu misserum en tekur þó fram að lækkun gengis krónunnar geti sett strik í þann reikning. Núverandi spá Seðlabankans er þannig að verðbólga  verði að jafnaði 3,2% á þessu ári en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar mældist verðbólga 3,3% nú í júní.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×