Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtalækkun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka meginvexti bankans um 0,25 prósentustig á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og meðlimur í peningastefnunefnd, gera grein fyrir efni Peningamála, ákvörðun nefndarinnar og þeim rökum sem að baki liggja. 

Sjá einnig: Seðlabankinn lækkar stýrivexti

Fram kom í rökstuðningi peningastefnunefndar í morgun að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takt við maíspá Seðlabankans og áfram sé gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarbúskapnum sem muni birtast frekar á komandi mánuðum.

Már er formaður peningastefnunefndar en aðrir nefndarmenn eru, auk hans og Rannveigar; Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur, Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×