Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtalækkun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka meginvexti bankans um 0,25 prósentustig á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og meðlimur í peningastefnunefnd, gera grein fyrir efni Peningamála, ákvörðun nefndarinnar og þeim rökum sem að baki liggja. 

Sjá einnig: Seðlabankinn lækkar stýrivexti

Fram kom í rökstuðningi peningastefnunefndar í morgun að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takt við maíspá Seðlabankans og áfram sé gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarbúskapnum sem muni birtast frekar á komandi mánuðum.

Már er formaður peningastefnunefndar en aðrir nefndarmenn eru, auk hans og Rannveigar; Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur, Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.