Metanið á Mars hvarf eins fljótt og það birtist Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 14:21 Curiosity hefur rannsakað Mars frá árinu 2012. Í síðustu viku mældi jeppinn óvenjumikið metan í loftinu. Vísir/EPA Styrkur metans í lofthjúpi Mars nærri könnunarjeppanum Curiosity mældist í hefðbundnu horfi í rannsóknum sem jeppinn gerði um helgina. Curiosity hafði greint óvenjuháan styrk metans í síðustu viku og vakti það upp gamla draumóra um að líf gæti verið að finna undir yfirborði nágrannareikistjörnunnar. Stjórnendur Curiosity ruddu öllum öðrum verkefnum til hliðar um helgina til að fylgja eftir athugunum frá því í síðustu viku. Að sögn New York Times urðu þeir þó fyrir vonbrigðum því metanið virðist hafa horfið. Mælingin í síðustu viku sýndi styrk upp á 21 hluta af milljarði en nú var hann kominn aftur niður í innan við einn hluta af milljarði eins og vera ber á Mars. Á jörðinni mynda örverur og ýmsar dýrategundir metan. Það getur einnig orðið til við jarðhitaferla. Mælingin í síðustu viku vakti furðu og spennu því að metan er aðeins til í snefilmagni á Mars þar sem sólarljós og efnahvörf við aðstæðurnar sem þar ríkja eyða sameindunum á nokkrum öldum. Metanið sem Curiosity greindi hefði því þurft að vera tiltölulega nýlegt. „Metanleyndardómurinn heldur áfram,“ segir Ashwin R. Vasavada, leiðangursvísindamaður Curiosity, sem heitir því að teymi hans muni reyna sitt besta til að komast til botns í hvaða metanið kemur. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Styrkur metans í lofthjúpi Mars nærri könnunarjeppanum Curiosity mældist í hefðbundnu horfi í rannsóknum sem jeppinn gerði um helgina. Curiosity hafði greint óvenjuháan styrk metans í síðustu viku og vakti það upp gamla draumóra um að líf gæti verið að finna undir yfirborði nágrannareikistjörnunnar. Stjórnendur Curiosity ruddu öllum öðrum verkefnum til hliðar um helgina til að fylgja eftir athugunum frá því í síðustu viku. Að sögn New York Times urðu þeir þó fyrir vonbrigðum því metanið virðist hafa horfið. Mælingin í síðustu viku sýndi styrk upp á 21 hluta af milljarði en nú var hann kominn aftur niður í innan við einn hluta af milljarði eins og vera ber á Mars. Á jörðinni mynda örverur og ýmsar dýrategundir metan. Það getur einnig orðið til við jarðhitaferla. Mælingin í síðustu viku vakti furðu og spennu því að metan er aðeins til í snefilmagni á Mars þar sem sólarljós og efnahvörf við aðstæðurnar sem þar ríkja eyða sameindunum á nokkrum öldum. Metanið sem Curiosity greindi hefði því þurft að vera tiltölulega nýlegt. „Metanleyndardómurinn heldur áfram,“ segir Ashwin R. Vasavada, leiðangursvísindamaður Curiosity, sem heitir því að teymi hans muni reyna sitt besta til að komast til botns í hvaða metanið kemur.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40