Fótbolti

40 þúsund ársmiðar seldust upp á þremur tímum en félagið ekki öruggt í riðlakeppnina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Frankfurt á Stamford Bridge í vetur.
Stuðningsmenn Frankfurt á Stamford Bridge í vetur. vísir/getty
Eintracht Frankfurt er magnað félag. Félagið er með eina bestu stuðningsmennina í Þýskalandi og það kemur betur og betur í ljós með hverjum deginum.

Eftir að hafa endað í sjöunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þarf liðið að fara í gegnum umspil í Evrópudeildinni.

Félagið setti miðasöluna í gang fyrir Evrópudeildina fyrr í dag og það varð uppselt eftir þrjá klukkutíma. 40 þúsund ársmiðar seldir.





Það sem magnað er að það er ekki víst hvort að félagið muni fara alla leið í riðlakeppnina í Evrópudeildinni því félagið þarf að fara í gegnum undankeppnina fyrst.

Magnað félag með frábæra stuðningsmenn en Frankfurt fór alla leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem þeir töpuðu fyrir Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×