Fótbolti

40 þúsund ársmiðar seldust upp á þremur tímum en félagið ekki öruggt í riðlakeppnina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Frankfurt á Stamford Bridge í vetur.
Stuðningsmenn Frankfurt á Stamford Bridge í vetur. vísir/getty

Eintracht Frankfurt er magnað félag. Félagið er með eina bestu stuðningsmennina í Þýskalandi og það kemur betur og betur í ljós með hverjum deginum.

Eftir að hafa endað í sjöunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þarf liðið að fara í gegnum umspil í Evrópudeildinni.

Félagið setti miðasöluna í gang fyrir Evrópudeildina fyrr í dag og það varð uppselt eftir þrjá klukkutíma. 40 þúsund ársmiðar seldir.Það sem magnað er að það er ekki víst hvort að félagið muni fara alla leið í riðlakeppnina í Evrópudeildinni því félagið þarf að fara í gegnum undankeppnina fyrst.

Magnað félag með frábæra stuðningsmenn en Frankfurt fór alla leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem þeir töpuðu fyrir Chelsea.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.