Fótbolti

Juventus og De Ligt hafa náð samkomulagi

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Ligt og Ronaldo verða samherjar á næstu leiktíð.
De Ligt og Ronaldo verða samherjar á næstu leiktíð. vísir/getty

Allt bendir til þess að hollenski varnarmaðurinn, Matthijs de Ligt, spili með ítölsku meisturunum í Juventus á næstu leiktíð.

Sky á Ítalíu greinir frá því nú undir kvöld að Juventus og De Ligt hafa náð samkomulagi um kaup og kjör svo allt bendir til þess að Hollendingurinn spili á Ítalíu á næsta ári.

Mörg lið voru á eftir Hollendingnum unga sem fór á kostum á síðustu leiktíð í ungu liði Ajax sem fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og vann hollensku úrvalsdeildina.

Barcelona, Manchester United og PSG voru öll talin áhugasöm en nú er talið að hann semji við Maurizio Sarri og lærisveina hans í Juventus.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.