Katrín segir Katrínu á villigötum Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 08:45 Katrín og Katrín. Hafi forsætisráðherra ætlað með könnun á viðhorfi almennings til stjórnarskrárinnar viljað sefa reiði þeirra sem telja þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá forsmáða, er ljóst að hún hefur ekki haft erindi sem erfiði. Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu undir yfirskriftinni: „Áminning til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur“.Vísir greindi frá því í gær að Katrín vilji kanna viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið verði svo efnt til sérstakrar rökræðu um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Katrín hefur verið gagnrýnd harðlega af þeim sem telja stjórnvöld hafa forsmáð það starf sem lá til grundvallar sérstöku stjórnlagaráði og svo hina nýju stjórnarskrá sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2012 og þá samþykkt. Hins vegar hefur andstæðingum nýrrar stjórnarskrár tekist að drepa málið í dróma. Katrín hefur mátt sitja undir brigslum um svik í því máli af hálfu þeirra sem telja að hinni nýju stjórnarskrá hafi verið komið fyrir ofan í skúffu og lýðræðislegur vilji þannig forsmáður. Í frétt Vísis í gær var því velt upp hvort þessi könnun myndi sefa reiði þeirra og svarið liggur fyrir: Svo er ekki.Virtu þann vilja sem fyrir liggur „Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Það gerðist í löngu, ströngu og fallegu lýðræðislegu ferli. Eftir Hrun. Þjóðin samþykkti tillögur um breytingar á stjórnarskrá - niðurstöður þess ferlis - fyrir bráðum sjö árum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá niðurstöðu ber þér og öðrum fulltrúm á Alþingi að virða. Þó fyrr hefði verið,“ segir í yfirlýsingu stjórnarskrárfélagsins en þar er Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Yfirlýsingin er afdráttarlaus: „Kallað er eftir að stjórnarskrá fólksins verði lögfest og að lýðræðislegur vilji kjósenda sé virtur.Landsmenn eru ekki að biðja um stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna.“ Þá er því haldið fram að Katrín vaði villu og svíma í málinu. Vigdís Finnbogadóttir kölluð til vitnis „Þú ert á villigötum. Gakktu heldur í lið með almenningi í landinu og lýðræðislegum stjórnarháttum. Taktu þér til fyrirmyndar fyrrum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur,“ segir í yfirlýsingunni hvar vitnað er í Vigdísi og orð hennar sem eru eftirfarandi: „Árið 2008 steig Alþingi verulega merkilegt skref sem átti að verða til þess að draumurinn um nýja stjórnarskrá rættist loksins. Þá hófst víðfemasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vitaskuld vakið athygli um víða veröld. Stjórnlagaráð var kjörið með lýðræðislegum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku samfélagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórnarskrá var síðan samþykkt samhljóða. Þar að auki sýndi þjóðaratkvæðagreiðsla síðan fram á að íslenskir kjósendur vildu að hin nýja stjórnarskrá yrði tekin upp. En það verður þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi.“ Við lauslega könnun á Facebooksíðum þeirra sem helst hafa viljað halda þessum máli vakandi og krefjast nýrrar stjórnarskrár kemur í ljós að nokkurrar gremju gætir í þeim herbúðum í garð Katrínar Jakobsdóttur. Menn spara sig hvergi í því að væna hana um undirlægjuhátt og sviksemi. Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu undir yfirskriftinni: „Áminning til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur“.Vísir greindi frá því í gær að Katrín vilji kanna viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið verði svo efnt til sérstakrar rökræðu um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Katrín hefur verið gagnrýnd harðlega af þeim sem telja stjórnvöld hafa forsmáð það starf sem lá til grundvallar sérstöku stjórnlagaráði og svo hina nýju stjórnarskrá sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2012 og þá samþykkt. Hins vegar hefur andstæðingum nýrrar stjórnarskrár tekist að drepa málið í dróma. Katrín hefur mátt sitja undir brigslum um svik í því máli af hálfu þeirra sem telja að hinni nýju stjórnarskrá hafi verið komið fyrir ofan í skúffu og lýðræðislegur vilji þannig forsmáður. Í frétt Vísis í gær var því velt upp hvort þessi könnun myndi sefa reiði þeirra og svarið liggur fyrir: Svo er ekki.Virtu þann vilja sem fyrir liggur „Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Það gerðist í löngu, ströngu og fallegu lýðræðislegu ferli. Eftir Hrun. Þjóðin samþykkti tillögur um breytingar á stjórnarskrá - niðurstöður þess ferlis - fyrir bráðum sjö árum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá niðurstöðu ber þér og öðrum fulltrúm á Alþingi að virða. Þó fyrr hefði verið,“ segir í yfirlýsingu stjórnarskrárfélagsins en þar er Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Yfirlýsingin er afdráttarlaus: „Kallað er eftir að stjórnarskrá fólksins verði lögfest og að lýðræðislegur vilji kjósenda sé virtur.Landsmenn eru ekki að biðja um stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna.“ Þá er því haldið fram að Katrín vaði villu og svíma í málinu. Vigdís Finnbogadóttir kölluð til vitnis „Þú ert á villigötum. Gakktu heldur í lið með almenningi í landinu og lýðræðislegum stjórnarháttum. Taktu þér til fyrirmyndar fyrrum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur,“ segir í yfirlýsingunni hvar vitnað er í Vigdísi og orð hennar sem eru eftirfarandi: „Árið 2008 steig Alþingi verulega merkilegt skref sem átti að verða til þess að draumurinn um nýja stjórnarskrá rættist loksins. Þá hófst víðfemasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vitaskuld vakið athygli um víða veröld. Stjórnlagaráð var kjörið með lýðræðislegum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku samfélagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórnarskrá var síðan samþykkt samhljóða. Þar að auki sýndi þjóðaratkvæðagreiðsla síðan fram á að íslenskir kjósendur vildu að hin nýja stjórnarskrá yrði tekin upp. En það verður þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi.“ Við lauslega könnun á Facebooksíðum þeirra sem helst hafa viljað halda þessum máli vakandi og krefjast nýrrar stjórnarskrár kemur í ljós að nokkurrar gremju gætir í þeim herbúðum í garð Katrínar Jakobsdóttur. Menn spara sig hvergi í því að væna hana um undirlægjuhátt og sviksemi.
Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43