Barnaverndarnefndum mögulega fækkað eða þær lagðar niður Sighvatur Jónsson skrifar 27. júní 2019 18:30 Til greina kemur að fækka eða leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd segir félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason. Nýtt upplýsingakerfi um velferð barna á að tryggja skilvirkari viðbrögð vegna ofbeldisbrota gegn börnum. Ráðherra segir nýlegar upplýsingar um að 16% barna hér á landi verði fyrir ofbeldi hafa komið stjórnvöldum á óvart. Tilraunaverkefni um þróun upplýsingakerfis um velferð barna á Íslandi var hleypt af stokkunum í dag. Hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect kemur að verkefninu ásamt Kópavogsbæ og UNICEF á Íslandi.Skrifað var undir samstarfssamninginn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Vísir/SighvaturFramkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Bergsteinn Jónsson, segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknaði í tengslum við innleiðingu Kópavogsbæjar á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir okkur að bæta gagnaöflun fyrir börn. Stundum er hún vanrækt, sérstaklega í efnameiri ríkjum. Stundum eigum við miklu meiri tölfræði um börn í fátækari ríkjum,“ segir Bergsteinn. Ásmundur Einar, barna- og félagsmálaráðherra, vísar til nýlegra frétta frá UNICEF á Íslandi um að 16% barna á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.Stjórnvöld höfðu ekki upplýsingar um þetta. Ráðherra segir verkefnið í takti við grundvallarbreytingar á þjónustu við börn. „Eitt af því sem þar er verið að skoða er einmitt að fækka eða jafnvel leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Öll sú grundvallarhugsun og breyting sem er í gangi miðar að því að grípa fyrr inn í og hún miðar að því að við höfum þá grunnupplýsingar sem við erum að setja af stað þróun við hér í dag,“ segir Ásmundur Einar.Yfirsýn stofnana og sérfræðinga Upplýsingakerfið hýsir viðkvæmar upplýsingar um börn. Því er ætlað að tryggja að stofnanir og sérfræðingar hafi yfirsýn og viðbrögð verði þannig skilvirkari en ella. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir eitt af verkefnunum vera að finna út hvernig hvetja eigi til skráninga án þess að ýta undir það að of miklar upplýsingar um börn verði skráðar í kerfið. „Sem dæmi verður að passa að leikskólar skrái uppákomur sem eru alvarlegar. En það hefur verið reynslan að leikskólastigið skráir mjög lítið vegna nálægðar við foreldra sem er skiljanlegt. Þannig að við erum að reyna að hjálpa til að tryggja að börnin verði sem mest örugg í öllu umhverfi og að við getum gripið inn í sem fyrst,“ segir Þorbjörg Helga. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Til greina kemur að fækka eða leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd segir félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason. Nýtt upplýsingakerfi um velferð barna á að tryggja skilvirkari viðbrögð vegna ofbeldisbrota gegn börnum. Ráðherra segir nýlegar upplýsingar um að 16% barna hér á landi verði fyrir ofbeldi hafa komið stjórnvöldum á óvart. Tilraunaverkefni um þróun upplýsingakerfis um velferð barna á Íslandi var hleypt af stokkunum í dag. Hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect kemur að verkefninu ásamt Kópavogsbæ og UNICEF á Íslandi.Skrifað var undir samstarfssamninginn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Vísir/SighvaturFramkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Bergsteinn Jónsson, segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknaði í tengslum við innleiðingu Kópavogsbæjar á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir okkur að bæta gagnaöflun fyrir börn. Stundum er hún vanrækt, sérstaklega í efnameiri ríkjum. Stundum eigum við miklu meiri tölfræði um börn í fátækari ríkjum,“ segir Bergsteinn. Ásmundur Einar, barna- og félagsmálaráðherra, vísar til nýlegra frétta frá UNICEF á Íslandi um að 16% barna á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.Stjórnvöld höfðu ekki upplýsingar um þetta. Ráðherra segir verkefnið í takti við grundvallarbreytingar á þjónustu við börn. „Eitt af því sem þar er verið að skoða er einmitt að fækka eða jafnvel leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Öll sú grundvallarhugsun og breyting sem er í gangi miðar að því að grípa fyrr inn í og hún miðar að því að við höfum þá grunnupplýsingar sem við erum að setja af stað þróun við hér í dag,“ segir Ásmundur Einar.Yfirsýn stofnana og sérfræðinga Upplýsingakerfið hýsir viðkvæmar upplýsingar um börn. Því er ætlað að tryggja að stofnanir og sérfræðingar hafi yfirsýn og viðbrögð verði þannig skilvirkari en ella. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir eitt af verkefnunum vera að finna út hvernig hvetja eigi til skráninga án þess að ýta undir það að of miklar upplýsingar um börn verði skráðar í kerfið. „Sem dæmi verður að passa að leikskólar skrái uppákomur sem eru alvarlegar. En það hefur verið reynslan að leikskólastigið skráir mjög lítið vegna nálægðar við foreldra sem er skiljanlegt. Þannig að við erum að reyna að hjálpa til að tryggja að börnin verði sem mest örugg í öllu umhverfi og að við getum gripið inn í sem fyrst,“ segir Þorbjörg Helga.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira