Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 08:34 Vel fór á með þeim Pútín og Trump eins og svo oft áður. AP/Susan Walsh Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gera lítið úr afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum þegar hann hitti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á fundi G20-ríkjanna í Japan í dag. Þegar bandarískir blaðamenn spurðu Trump hvort hann hefði varað Pútín við því að skipta sér af kosningum sagði forsetinn með bros á vör: „Ekki skipta þér af kosningunum“ og benti á Pútín. Fundur Trump og Pútín í Japan er sá fyrsti frá því að þeir hittust í Helsinki síðasta sumar. Sá fundur þótti ekki síst eftirminnilegur þar sem Trump tók upp hanskann fyrir Pútín og sagðist trúa neitunum hans um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 umfram fullyrðingum bandarísku leyniþjónustunnar. Jafnvel sumir flokksbræður Trump gagnrýndu forsetann fyrir framgöngu hans í Helsinski. John McCain, öldungadeildarþingmaðurinn heitni, sagði hana skammarlegustu framgöngu bandarísks forseta í manna minnum. Þegar Trump og Pútín ræddu við fréttamenn í dag minntist bandaríski forsetinn ekki á tilraunir Rússa til afskipta af kosningum í Bandaríkjunum að fyrra bragði. Bandaríska leyniþjónustan telur þær tilraunir enn í gangi. „Við hlökkum til að verja mjög góðum tíma saman,“ sagði Trump sem lofaði því að „margir jákvæðir hlutir“ ættu eftir að koma út úr sambandi þeirra Pútín, að sögn Washington Post.Það var ekki fyrr en bandarískir blaðmenn kölluðu fram spurningu um hvort Trump hefði skipað Pútín að láta það vera að hlutast til í bandarískum kosningum sem Trump tæpti á því. „Já, að sjálfsögðu mun ég gera það,“ svaraði Trump sem sneri sér að Pútín og benti á hann brosandi. „Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump, að því er virtist í háði. Pútín hló á móti, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvíta húsið segir að á fundi sínum hafi Trump og Pútín rætt um Íran, Sýrland, Úkraínu og Venesúela. Ekki kom fram í lýsingu þess á fundinum að þeir hafi rætt um kosningaafskipti Rússa. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gera lítið úr afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum þegar hann hitti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á fundi G20-ríkjanna í Japan í dag. Þegar bandarískir blaðamenn spurðu Trump hvort hann hefði varað Pútín við því að skipta sér af kosningum sagði forsetinn með bros á vör: „Ekki skipta þér af kosningunum“ og benti á Pútín. Fundur Trump og Pútín í Japan er sá fyrsti frá því að þeir hittust í Helsinki síðasta sumar. Sá fundur þótti ekki síst eftirminnilegur þar sem Trump tók upp hanskann fyrir Pútín og sagðist trúa neitunum hans um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 umfram fullyrðingum bandarísku leyniþjónustunnar. Jafnvel sumir flokksbræður Trump gagnrýndu forsetann fyrir framgöngu hans í Helsinski. John McCain, öldungadeildarþingmaðurinn heitni, sagði hana skammarlegustu framgöngu bandarísks forseta í manna minnum. Þegar Trump og Pútín ræddu við fréttamenn í dag minntist bandaríski forsetinn ekki á tilraunir Rússa til afskipta af kosningum í Bandaríkjunum að fyrra bragði. Bandaríska leyniþjónustan telur þær tilraunir enn í gangi. „Við hlökkum til að verja mjög góðum tíma saman,“ sagði Trump sem lofaði því að „margir jákvæðir hlutir“ ættu eftir að koma út úr sambandi þeirra Pútín, að sögn Washington Post.Það var ekki fyrr en bandarískir blaðmenn kölluðu fram spurningu um hvort Trump hefði skipað Pútín að láta það vera að hlutast til í bandarískum kosningum sem Trump tæpti á því. „Já, að sjálfsögðu mun ég gera það,“ svaraði Trump sem sneri sér að Pútín og benti á hann brosandi. „Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump, að því er virtist í háði. Pútín hló á móti, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvíta húsið segir að á fundi sínum hafi Trump og Pútín rætt um Íran, Sýrland, Úkraínu og Venesúela. Ekki kom fram í lýsingu þess á fundinum að þeir hafi rætt um kosningaafskipti Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira