Suarez sá eini sem klúðraði í vítakeppninni og Úrúgvæ úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luis Suarez, framherji Úrúgvæ.
Luis Suarez, framherji Úrúgvæ. vísir/getty
Perú er komið í undanúrslit Suður-Ameríkukeppninnar eftir sigur á Úrúgvæ í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus.Úrúgvæ var mikið mun sterkari aðilinn í venjulegum leiktíma. Þeir voru meira með boltann og áttu hættulegri færi, þrátt fyrir að Perú hafi átt sín upphlaup.Úrúgvæ kom boltanum þrisvar í netið en í öll þrjú skiptin voru mörkin dæmd af, eftir skoðun í VARsjánni. Markalaust eftir venjulegan leiktíma og því beint í vítaspyrnukeppni.Í vítaspyrnukeppninni lét Luis Suarez verja frá sér fyrsta víti Úrúgvæ. Perú skoraði úr öllum sínum vítum og er því komið í undanúrslitin.Perú mun því mæta Síle í undanúrslitunum en leikurinn fer fram í Gremio á miðvikudagskvöldið. Í hinum undanúrslitunum mætast Brasilía og Argentína, á þriðjudagskvöldið.Báðir leikirnir sem og úrslitaleikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.