Innlent

Tilkynning um skotárás í Vík í nótt reyndist gabb

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Vík í Mýrdal
Vík í Mýrdal Vísir/Stöð 2
Lögreglumenn frá Selfossi og Vík auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra, voru kallaðir til í nótt vegna óljósrar tilkynningar um að skotum hefði verið hleypt af í Vík.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi staðfesti að tilkynning hafi borist en fljótlega hafi vaknað grunur um að tilkynningin ætti ekki við rök að styðjast.

Sveinn segir að samkvæmt verklagi hafi viðbúnaður verið mikill þegar svo alvarleg tilkynning berst en að dregið hafi verið úr um leið og ljóst var að engin hætta var á ferðum. Sveinn segir að það hafi rennt stoðum undir að um gabb hafi verið að ræða, hafi verið staðsetning aðburðarins í bænum, sem ekki er til.

Til öryggis hafi lögreglumenn gengið um svæðið og leitað af sér allan grun um að skotum hefði verið hleypt af. Sveinn segir að ekki hafi náðst í tilkynnanda aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og að málið sé til skoðunar hjá lögregluembættinu á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×