Innlent

Selur í makindum sínum í Kollafirði

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Landseli er að finna um allt land.
Landseli er að finna um allt land. Adam Benedikt Finnsson
Adam Benedik Finnsson var á gangi í Kollafirði í morgun og rak þar augun í landsel sem lág þar í makindum sínum. 

Landselur er algengasti selurinn við Íslandsstrendur og er hann að finna um allt land. 

Sandra M Granquist, dýraatferlisfræðingur hjá Selasterinu á Hvanneyri segir fjölda sela vera í Kollafirði. „Á þessum tíma árs er kæpingartímabil og þá hafast selirnir mikið við á landi. Svo sjást þeir aftur mikið á landi á haustin þá eru þeir í hárskiptum og vilja slaka á, á þurru landi,“ segir Sandra. 

Mikil fjara var í firðinum þegar Adam átti leið hjá og átti hann erfitt með að komast nær selnum. Landsmenn geta því búist við að sjá seli í fjörum, jafnvel með nýkæpta kópa á næstu dögum og vikum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×