Mótmælendur í Súdan varaðir við afleiðingum skemmdarverka Andri Eysteinsson skrifar 29. júní 2019 20:13 Herinn kom Omar al Bashir frá völdum fyrir meira en tveimur mánuðum síðan. GettyAnadoluAgency Forkólfar mótmælanna í Súdan verða gerðir ábyrgir fyrir öllum þeim skemmdum og þeirri eyðileggingu sem mótmælendur valda í mótmælum gegn herstjórn landsins. Herstjórnin kom þessum skilaboðum áleiðis til mótmælenda en fyrir huguð eru stór mótmæli þar sem lýðræði verður krafist. AP greinir frá. Meira en tveir mánuðir eru liðnir síðan að Omar al-Bashir, leiðtoga Súdan í 30 ár, var steypt af stóli af hernum. Ástandið hefur vægast sagt verið slæmt í landinu síðan en Afríkusambandið og eþíópísk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að stríðandi fylkingar komi að samningaborðinu og hafa hvatt aðila deilunnar til þess að semja um frið. Forkólfar mótmælanna segja að skilaboð hersins sé bein hótun til þeirra og sé til þess ætluð að auðvelda að berja niður mótmælin sem fram fara á morgun. SPA, ein stofnunin sem boðað hefur til mótmæla, segir að öryggissveitir stjórnarinnar hafi ruðst inn í byggingu stofnunarinnar og bannað þeim að halda blaðamannafundi í aðdraganda mótmælanna. Hershöfðinginn Mohamed Hamdan Dagalo, forseti herráðsins, segir stjórnina ekki vera andsnúna friðsömum mótmælum. „En það er fólk sem hefur ákveðið markmið. Við viljum engin vandræði og enga erfiðleika,“ sagði Dagalo á fundi stuðningsmanna herstjórnarinnar. Þá sagði Dagalo að hermenn yrðu sendir á vettvang mótmælanna, til þess að vernda mótmælendur en ekki til þess að veita þeim skaða. Súdan Tengdar fréttir Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33 Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17 Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Forkólfar mótmælanna í Súdan verða gerðir ábyrgir fyrir öllum þeim skemmdum og þeirri eyðileggingu sem mótmælendur valda í mótmælum gegn herstjórn landsins. Herstjórnin kom þessum skilaboðum áleiðis til mótmælenda en fyrir huguð eru stór mótmæli þar sem lýðræði verður krafist. AP greinir frá. Meira en tveir mánuðir eru liðnir síðan að Omar al-Bashir, leiðtoga Súdan í 30 ár, var steypt af stóli af hernum. Ástandið hefur vægast sagt verið slæmt í landinu síðan en Afríkusambandið og eþíópísk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að stríðandi fylkingar komi að samningaborðinu og hafa hvatt aðila deilunnar til þess að semja um frið. Forkólfar mótmælanna segja að skilaboð hersins sé bein hótun til þeirra og sé til þess ætluð að auðvelda að berja niður mótmælin sem fram fara á morgun. SPA, ein stofnunin sem boðað hefur til mótmæla, segir að öryggissveitir stjórnarinnar hafi ruðst inn í byggingu stofnunarinnar og bannað þeim að halda blaðamannafundi í aðdraganda mótmælanna. Hershöfðinginn Mohamed Hamdan Dagalo, forseti herráðsins, segir stjórnina ekki vera andsnúna friðsömum mótmælum. „En það er fólk sem hefur ákveðið markmið. Við viljum engin vandræði og enga erfiðleika,“ sagði Dagalo á fundi stuðningsmanna herstjórnarinnar. Þá sagði Dagalo að hermenn yrðu sendir á vettvang mótmælanna, til þess að vernda mótmælendur en ekki til þess að veita þeim skaða.
Súdan Tengdar fréttir Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33 Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17 Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33
Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17
Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09
Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45
Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45