Nokkur fjöldi tyrkneskra fjölmiðlamanna mætti á blaðamannafund KSÍ á Laugardalsvelli í morgun vegna leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2020 annað kvöld.
Tyrknesku fjölmiðlamennirnir létu frekar lítið fyrir sér fara á meðan fundi stóð. Einn þeirra spurði Erik Hamrén, þjálfara íslenska liðsins, um uppákomuna á Keflavíkurflugvelli í gær en Svíinn kvaðst ekkert getað tjáð sig um hana.
Að fundi loknum túlkaði Ómar Smárason, einn fjölmiðlafulltrúa KSÍ, svör landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar á ensku.
Það fór eitthvað öfugt ofan í einn tyrkneska fjölmiðlamanninn sem var mjög ósáttur að ekkert væri þýtt yfir á tyrknesku. Ómar svaraði sem svo að ekki væri hefð fyrir því á blaðamannafundum KSÍ.
„Er þetta af því við erum Tyrkland?“ spurði fjölmiðlamaðurinn þá og var nokkuð heitt í hamsi. Honum rann þó reiðin á endanum og hafði sig ekki meira í frammi.
Tyrkir verða með blaðamannafund á Laugardalsvelli í kvöld.
Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“

Tengdar fréttir

Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt
Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi.

Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli
Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit.

Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya
Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja.

Svona var blaðamannafundur KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum
Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum.

Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns
Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því

Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“
Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi.