Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 16:41 Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli en leikmennirnir voru ekki sáttir við hve langan tíma tók að komast út af flugvellinum. Vísir/Getty Utanríkisráðuneytinu barst í morgun orðsending frá tyrkneskum stjórnvöldum þar sem óskað var skýringa á meintum töfum við vegabréfaeftirlit og öryggisleit við komu tyrkneska landsliðsins í gærkvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá er jafnframt vísað til fréttatilkynningar Isavia um framkvæmd vegabréfaeftirlits og öryggisleitar en þar kom fram að um áttatíu mínútur liðu frá því að vél tyrkneska landsliðsins kom í stæði og þar til síðustu farþegar voru komnir út um tollsal. Vélin kom frá flugvelli sem er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði sem gildir fyrir flugvelli í ESB og EES-ríkjum.Sjá einnig: Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Í tilkynningu frá Isavia kom fram að öryggisleitin í gærkvöldi hafi tekið lengri tíma þar sem leita þurfti að raftækjum og vökva í óvanalega mörgum töskum farþega með vélinni þar sem óskum um að slíkt væri fjarlægt úr töskum var ekki sinnt í öllum tilfellum. Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð liðsins í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit fáeinum klukkustundum fyrir komuna. Fyrirvarinn var of skammur til þess að hægt væri að verða við beiðninni auk þess sem slík meðferð stendur yfirleitt aðeins ráðamönnum og háttsettum sendierindrekum til boða. Utanríkisráðuneytið hefur áréttað við tyrknesk stjórnvöld að framkvæmd eftirlitsins á Keflavíkurflugvelli í gær hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag. Fótbolti Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Utanríkisráðuneytinu barst í morgun orðsending frá tyrkneskum stjórnvöldum þar sem óskað var skýringa á meintum töfum við vegabréfaeftirlit og öryggisleit við komu tyrkneska landsliðsins í gærkvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá er jafnframt vísað til fréttatilkynningar Isavia um framkvæmd vegabréfaeftirlits og öryggisleitar en þar kom fram að um áttatíu mínútur liðu frá því að vél tyrkneska landsliðsins kom í stæði og þar til síðustu farþegar voru komnir út um tollsal. Vélin kom frá flugvelli sem er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði sem gildir fyrir flugvelli í ESB og EES-ríkjum.Sjá einnig: Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Í tilkynningu frá Isavia kom fram að öryggisleitin í gærkvöldi hafi tekið lengri tíma þar sem leita þurfti að raftækjum og vökva í óvanalega mörgum töskum farþega með vélinni þar sem óskum um að slíkt væri fjarlægt úr töskum var ekki sinnt í öllum tilfellum. Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð liðsins í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit fáeinum klukkustundum fyrir komuna. Fyrirvarinn var of skammur til þess að hægt væri að verða við beiðninni auk þess sem slík meðferð stendur yfirleitt aðeins ráðamönnum og háttsettum sendierindrekum til boða. Utanríkisráðuneytið hefur áréttað við tyrknesk stjórnvöld að framkvæmd eftirlitsins á Keflavíkurflugvelli í gær hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag.
Fótbolti Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41
Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54