Enski boltinn

Man. Utd. undirbýr annað tilboð í Wan-Bissaka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wan-Bissaka er eftirsóttur.
Wan-Bissaka er eftirsóttur. vísir/getty
Manchester United undirbýr nú annað tilboð í Aaron Wan-Bissaka, leikmann Crystal Palace, samkvæmt heimildum Sky Sports.Um helgina hafnaði Palace tilboði United í Wan-Bissaka sem hljóðaði upp á 40 milljónir punda. Talið er að félagið vilji fá 60 milljónir fyrir leikmanninn sem á þrjú ár eftir af samningi sínum við Palace.Wan-Bissaka lék sinn fyrsta leik fyrir Palace í febrúar 2018 og hefur síðan þá verið fastamaður í liðinu.Hægri bakvörðurinn lék 35 af 38 leikjum Palace í ensku úrvalsdeildinni í vetur og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu.Palace endaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en United í því sjötta.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.