Fótbolti

Jón Dagur að færa sig um set í Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur í leik með Vendsyssel á síðustu leiktíð.
Jón Dagur í leik með Vendsyssel á síðustu leiktíð. vísir/getty

Jón Dagur Þorsteinsson er að ganga í raðir AGF í dönsku úrvaldsdeildinni ef marka má heimildir miðilsins 433.is sem greindi fyrst frá málinu í gær.

Vængmaðurinn knái er talinn hafa farið í læknisskoðun hjá félaginu í gær og reiknað er með að hann skrifi því undir í dag.

Jón Dagur, sem er uppalinn HK-ingur, er samningsbundinn Fulham á Englandi en var á láni frá Vendsyssel á síðustu leiktíð í dönsku úrvalsdeildinni.

Þar vakti hann mikla athygli fyrir frammistöðu sína en þrátt fyrir lipra spretti þá féll Vendsyssel niður í dönsku B-deildina eftir tap gegn Lyngby í umspili.

Fulham virkjaði á dögunum klásúlu í samningi Jóns Dags sem gerir það að verkum að hann er samningsbundinn þeim til ársins 2020 en í frétt 433 segir að hann yfirgefi Fulham alfarið.

AGF er einn af stærri félögum Danmerkur en liðið leikur í Árósum. Liðið komst ansi nálægt því að fara í úrslitaleik um sæti í Evrópudeildinni en glutraði því niður gegn Randers á lokasekúndunum á síðustu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.