Fótbolti

Jón Dagur að færa sig um set í Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur í leik með Vendsyssel á síðustu leiktíð.
Jón Dagur í leik með Vendsyssel á síðustu leiktíð. vísir/getty
Jón Dagur Þorsteinsson er að ganga í raðir AGF í dönsku úrvaldsdeildinni ef marka má heimildir miðilsins 433.is sem greindi fyrst frá málinu í gær.Vængmaðurinn knái er talinn hafa farið í læknisskoðun hjá félaginu í gær og reiknað er með að hann skrifi því undir í dag.Jón Dagur, sem er uppalinn HK-ingur, er samningsbundinn Fulham á Englandi en var á láni frá Vendsyssel á síðustu leiktíð í dönsku úrvalsdeildinni.Þar vakti hann mikla athygli fyrir frammistöðu sína en þrátt fyrir lipra spretti þá féll Vendsyssel niður í dönsku B-deildina eftir tap gegn Lyngby í umspili.Fulham virkjaði á dögunum klásúlu í samningi Jóns Dags sem gerir það að verkum að hann er samningsbundinn þeim til ársins 2020 en í frétt 433 segir að hann yfirgefi Fulham alfarið.AGF er einn af stærri félögum Danmerkur en liðið leikur í Árósum. Liðið komst ansi nálægt því að fara í úrslitaleik um sæti í Evrópudeildinni en glutraði því niður gegn Randers á lokasekúndunum á síðustu leiktíð.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.