Pogba: Fólk notar útlitið til þess að dæma mig Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júní 2019 12:30 Paul Pogba er óhræddur við að prófa sig áfram í vali á hárgreiðslum og vekur hárið á honum oftar en ekki mikla athygli vísir/getty Paul Pogba segir að hann sé dæmdur harðar en aðrir og gagnrýnendur noti hárgreiðslur hans og líkamstjáningu til þess að setja út á hann. Pogba var í ítarlegu viðtali við breska blaðið The Times þar sem hann talaði meðal annars um kynþáttaníð, trú sína, heimsmeistaratitilinn og föðurhlutverkið. Tímabilið var erfitt hjá Manchester United sem endaði í sjötta sæti og skipti um knattspyrnustjóra á miðju tímabili. Pogba var þó eini leikmaðurinn sem ekki kom úr annað hvort Liverpool eða Manchester City sem var valinn í úrvalslið ársins í ensku deildinni. Hann segist bæta sig með hverju árinu en þeir sem gagnrýna hann einbeita sér á að setja út á útlit hans. „Ég hef alltaf spilað svona og guði sé lof að ég vann HM svona,“ sagði Pogba. „Líkamstjáning, hárgreiðslur, þetta eru allt bara hlutir sem ég tjái mig með.“ „Síðan ég var krakki hef ég alltaf spilað svona. Það er ekkert vandamál þegar við vinnum en þegar við töpum, eða ég á ekki góðan leik, þá er það vandamál.“ Pogba, sem skoraði 13 mörk í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili, segir verðmiðann sem var á honum þegar hann kom til United hafa breytt því hvernig fólk horfði á hann. „Ég varð allt annar leikmaður út af þessum félagsskiptum,“ sagði Pogba en hann kostaði Manchester United 89 milljónir punda árið 2016 og varð á þeim tíma dýrasti leikmaður heims. „Afþví þetta voru stærstu kaup sögunnar á þeim tíma þá ert þú dæmdur öðruvísi en aðrir. Það er búist við meiru, góður leikur verður að venjulegum leik og frábær leikur verður að góðum leik.“Allt viðtalið má finna hér. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira
Paul Pogba segir að hann sé dæmdur harðar en aðrir og gagnrýnendur noti hárgreiðslur hans og líkamstjáningu til þess að setja út á hann. Pogba var í ítarlegu viðtali við breska blaðið The Times þar sem hann talaði meðal annars um kynþáttaníð, trú sína, heimsmeistaratitilinn og föðurhlutverkið. Tímabilið var erfitt hjá Manchester United sem endaði í sjötta sæti og skipti um knattspyrnustjóra á miðju tímabili. Pogba var þó eini leikmaðurinn sem ekki kom úr annað hvort Liverpool eða Manchester City sem var valinn í úrvalslið ársins í ensku deildinni. Hann segist bæta sig með hverju árinu en þeir sem gagnrýna hann einbeita sér á að setja út á útlit hans. „Ég hef alltaf spilað svona og guði sé lof að ég vann HM svona,“ sagði Pogba. „Líkamstjáning, hárgreiðslur, þetta eru allt bara hlutir sem ég tjái mig með.“ „Síðan ég var krakki hef ég alltaf spilað svona. Það er ekkert vandamál þegar við vinnum en þegar við töpum, eða ég á ekki góðan leik, þá er það vandamál.“ Pogba, sem skoraði 13 mörk í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili, segir verðmiðann sem var á honum þegar hann kom til United hafa breytt því hvernig fólk horfði á hann. „Ég varð allt annar leikmaður út af þessum félagsskiptum,“ sagði Pogba en hann kostaði Manchester United 89 milljónir punda árið 2016 og varð á þeim tíma dýrasti leikmaður heims. „Afþví þetta voru stærstu kaup sögunnar á þeim tíma þá ert þú dæmdur öðruvísi en aðrir. Það er búist við meiru, góður leikur verður að venjulegum leik og frábær leikur verður að góðum leik.“Allt viðtalið má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira