Fótbolti

Talaði Deschamps af sér?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Deschamps gæti hafa talað af sér.
Deschamps gæti hafa talað af sér. vísir/getty
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, gæti hafa talað af sér á blaðamannafundi í vikunni en hann ræddi þá um bakvörðinn Ferland Mendy.Mendy hefur reglulega verið orðaður við Real Madrid í sumarglugganum en þegar franski landsliðsþjálfarinn var spurður út í Mendy svaraði hann:„Fyrir tveimur árum spilaði hann í 2. deildinni en nú er hann að fara spila fyrir Real Madrid,“ sagði Deschamps um bakvörðinn.Real hefur ekki staðfest kaupin á Mendy þó hann hafi reglulega verið orðaður við þá. Orð Deschamps eru sögð sanna það að Mendy mun að endingu ganga í raðir Real í sumarglugganum.Hann yrði þá fjórði leikmaðurinn sem Zinedine Zidane, stjóri Real, kaupir í sumar en nú þegar hafa þeir Eder Militao, Luka Jovic og Eden Hazard gengið í raðir Real.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.