Fótbolti

Talaði Deschamps af sér?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Deschamps gæti hafa talað af sér.
Deschamps gæti hafa talað af sér. vísir/getty

Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, gæti hafa talað af sér á blaðamannafundi í vikunni en hann ræddi þá um bakvörðinn Ferland Mendy.

Mendy hefur reglulega verið orðaður við Real Madrid í sumarglugganum en þegar franski landsliðsþjálfarinn var spurður út í Mendy svaraði hann:

„Fyrir tveimur árum spilaði hann í 2. deildinni en nú er hann að fara spila fyrir Real Madrid,“ sagði Deschamps um bakvörðinn.

Real hefur ekki staðfest kaupin á Mendy þó hann hafi reglulega verið orðaður við þá. Orð Deschamps eru sögð sanna það að Mendy mun að endingu ganga í raðir Real í sumarglugganum.

Hann yrði þá fjórði leikmaðurinn sem Zinedine Zidane, stjóri Real, kaupir í sumar en nú þegar hafa þeir Eder Militao, Luka Jovic og Eden Hazard gengið í raðir Real.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.