Fótbolti

Uppselt á Laugardalsvöll í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það verður stappaður Laugardalsvöllur í kvöld.
Það verður stappaður Laugardalsvöllur í kvöld. vísir/bára

Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn er liður í undankeppni EM 2020.

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti þetta á miðlum sínum nú í morgun en ekki var uppselt fyrr en snemma í morgun.

Ekki var uppselt á leik Íslands og Albaníu á laugardaginn en um níu þúsund manns voru á leiknum sem vannst 1-0 með glæsilegu marki Jóhanns Bergs Guðmundssonar.

Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála í kvöld og hefst upphitun klukkan 17.30.


Tengdar fréttir

Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja 

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.