Fótbolti

Uppselt á Laugardalsvöll í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það verður stappaður Laugardalsvöllur í kvöld.
Það verður stappaður Laugardalsvöllur í kvöld. vísir/bára
Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn er liður í undankeppni EM 2020.Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti þetta á miðlum sínum nú í morgun en ekki var uppselt fyrr en snemma í morgun.Ekki var uppselt á leik Íslands og Albaníu á laugardaginn en um níu þúsund manns voru á leiknum sem vannst 1-0 með glæsilegu marki Jóhanns Bergs Guðmundssonar.Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála í kvöld og hefst upphitun klukkan 17.30.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja 

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.