Enski boltinn

Vanmetin markvarsla á leið Liverpool til Madríd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alisson fagnar eftir sigurinn í Meistaradeildinni.
Alisson fagnar eftir sigurinn í Meistaradeildinni. vísir/getty

Liverpool varð Evrópumeistari í sjötta sinn 1. júní með 2-0 sigri á Tottenham í úrslitaleiknum sem fór fram í Madríd en Mo Salah og Divock Origi skoruðu mörkin.

Liverpool flaug ekki upp úr C-riðli sínum. Liðið mætti Napoli í hreinum úrslitaleik í síðasta leik riðilsins og vann þann 1-0 sigur með marki Mo Salah.

Í uppbótartíma fékk Napoli hins vegar dauðafæri. Boltinn datt fyrir Arkadiusz Milik inn í vítateig Liverpool en mögnuð markvarsla Alisson tryggði Liverpool 1-0 sigur.

Hefði Milik skorað úr færinu hefði Liverpool verið úr leik eftir riðlakeppnina en í stað þess fóru þeir alla leið og unnu keppnina.

Alisson er nú með Brasilíu þar sem þeir taka þátt í Suður-Ameríkukeppninni sem hefst síðar í vikunni. Allir leikir keppninnar verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.