Enski boltinn

Vanmetin markvarsla á leið Liverpool til Madríd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alisson fagnar eftir sigurinn í Meistaradeildinni.
Alisson fagnar eftir sigurinn í Meistaradeildinni. vísir/getty
Liverpool varð Evrópumeistari í sjötta sinn 1. júní með 2-0 sigri á Tottenham í úrslitaleiknum sem fór fram í Madríd en Mo Salah og Divock Origi skoruðu mörkin.

Liverpool flaug ekki upp úr C-riðli sínum. Liðið mætti Napoli í hreinum úrslitaleik í síðasta leik riðilsins og vann þann 1-0 sigur með marki Mo Salah.

Í uppbótartíma fékk Napoli hins vegar dauðafæri. Boltinn datt fyrir Arkadiusz Milik inn í vítateig Liverpool en mögnuð markvarsla Alisson tryggði Liverpool 1-0 sigur.







Hefði Milik skorað úr færinu hefði Liverpool verið úr leik eftir riðlakeppnina en í stað þess fóru þeir alla leið og unnu keppnina.

Alisson er nú með Brasilíu þar sem þeir taka þátt í Suður-Ameríkukeppninni sem hefst síðar í vikunni. Allir leikir keppninnar verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×