Fótbolti

Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Síðustu 48 tímar í lífi Siamang hafa verið erfiðir.
Síðustu 48 tímar í lífi Siamang hafa verið erfiðir.

Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag.

Þar er hann í treyju tyrkneska landsliðsins og biðst aftur afsökunar á hegðun sinni. Hann ætlaði ekki að móðga einn né neinn.

„Þetta var bara lítill brandari sem hefur sprungið í loft upp. Ég hef algjörlega misst stjórn á aðstæðum,“ sagði Siamang við RTL í Hollandi. „Einhverjir segja að ég hafi verið með kynþáttaníð en ég er enginn rasisti.“

Búið er að hakka Facebook og Instagram-síður hans. Þess utan hefur hann fengið hundruð líflátshótana.

„Ég vil ekkert meira en að þetta hætti því þetta hefur áhrif á fólkið í kringum mig. Ég biðst afsökunar og finnst miður að grínið mitt hafi endað svona.“Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.