Fótbolti

Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Síðustu 48 tímar í lífi Siamang hafa verið erfiðir.
Síðustu 48 tímar í lífi Siamang hafa verið erfiðir.
Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag.Þar er hann í treyju tyrkneska landsliðsins og biðst aftur afsökunar á hegðun sinni. Hann ætlaði ekki að móðga einn né neinn.„Þetta var bara lítill brandari sem hefur sprungið í loft upp. Ég hef algjörlega misst stjórn á aðstæðum,“ sagði Siamang við RTL í Hollandi. „Einhverjir segja að ég hafi verið með kynþáttaníð en ég er enginn rasisti.“Búið er að hakka Facebook og Instagram-síður hans. Þess utan hefur hann fengið hundruð líflátshótana.„Ég vil ekkert meira en að þetta hætti því þetta hefur áhrif á fólkið í kringum mig. Ég biðst afsökunar og finnst miður að grínið mitt hafi endað svona.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.