Guðni ætlar að ræða við Hamrén um vindilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2019 17:16 Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Tyrklands í gær dró Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, upp vindil sem hann ætlaði að reykja í tilefni sigursins. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, ritaði formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hún gagnrýndi athæfi Hamréns. „Ég hef ekki séð svona lagað í marga áratugi. Mér er sérstaklega misboðið þar sem KSÍ, sem eitt aðildarfélaga ÍSÍ, beitir sér sérstaklega í forvörnum,“ sagði Guðlaug í samtali við mbl.is í dag. „Sigurinn var dásamlegur, en að flagga því í mynd og viðtali, það finnst mér afskaplega ósmekklegt og skrítin skilaboð til barna og ungmenna sem líta mjög upp til allra þessa aðila.“ Í samtali við Reykjavík síðdegis sagðist Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ætla að ræða við Hamrén um vindlamálið. „Ég var búinn að svara þessu. Það kom athugasemd og við tókum henni eins og hún er. Við munum ræða við Hamrén um að þessu megi sleppa,“ sagði Guðni. „Auðvitað viljum við sýna gott fordæmi og vindlareykingar eru ekki hollar þótt sumir leitist í að taka einn og einn sigurvindil. Ég held að hann hafi gert þetta í sigurgleðinni. Við ræðum þetta í rólegheitum. Þetta er ekkert mál og hann þarf ekkert endilega að flagga vindlum á fjölmiðlafundum og gerir það eflaust ekkert í framtíðinni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfari Íslands lendir í vandræðum vegna tóbaksnotkunar. Bæði Ólafur Jóhannesson og Lars Lagerbäck báðust afsökunar á tóbaksnotkun á sínum tíma. Hlusta má á viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir Framkvæmdastjóri segir hótanirnar fleiri og alvarlegri en áður. 12. júní 2019 11:05 Dóttir Hamrén heldur að Ísland sé Mallorca Ef við hefðum tapað hefði ég líklega farið heim á morgun, sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. 11. júní 2019 22:18 Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki Landsliðsþjálfara Íslands blöskrar ástandið í heiminum. 11. júní 2019 21:37 Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Svona verður kvöldið mitt, sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. júní 2019 21:54 Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. 12. júní 2019 14:30 Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Tyrklands í gær dró Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, upp vindil sem hann ætlaði að reykja í tilefni sigursins. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, ritaði formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hún gagnrýndi athæfi Hamréns. „Ég hef ekki séð svona lagað í marga áratugi. Mér er sérstaklega misboðið þar sem KSÍ, sem eitt aðildarfélaga ÍSÍ, beitir sér sérstaklega í forvörnum,“ sagði Guðlaug í samtali við mbl.is í dag. „Sigurinn var dásamlegur, en að flagga því í mynd og viðtali, það finnst mér afskaplega ósmekklegt og skrítin skilaboð til barna og ungmenna sem líta mjög upp til allra þessa aðila.“ Í samtali við Reykjavík síðdegis sagðist Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ætla að ræða við Hamrén um vindlamálið. „Ég var búinn að svara þessu. Það kom athugasemd og við tókum henni eins og hún er. Við munum ræða við Hamrén um að þessu megi sleppa,“ sagði Guðni. „Auðvitað viljum við sýna gott fordæmi og vindlareykingar eru ekki hollar þótt sumir leitist í að taka einn og einn sigurvindil. Ég held að hann hafi gert þetta í sigurgleðinni. Við ræðum þetta í rólegheitum. Þetta er ekkert mál og hann þarf ekkert endilega að flagga vindlum á fjölmiðlafundum og gerir það eflaust ekkert í framtíðinni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfari Íslands lendir í vandræðum vegna tóbaksnotkunar. Bæði Ólafur Jóhannesson og Lars Lagerbäck báðust afsökunar á tóbaksnotkun á sínum tíma. Hlusta má á viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir Framkvæmdastjóri segir hótanirnar fleiri og alvarlegri en áður. 12. júní 2019 11:05 Dóttir Hamrén heldur að Ísland sé Mallorca Ef við hefðum tapað hefði ég líklega farið heim á morgun, sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. 11. júní 2019 22:18 Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki Landsliðsþjálfara Íslands blöskrar ástandið í heiminum. 11. júní 2019 21:37 Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Svona verður kvöldið mitt, sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. júní 2019 21:54 Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. 12. júní 2019 14:30 Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir Framkvæmdastjóri segir hótanirnar fleiri og alvarlegri en áður. 12. júní 2019 11:05
Dóttir Hamrén heldur að Ísland sé Mallorca Ef við hefðum tapað hefði ég líklega farið heim á morgun, sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. 11. júní 2019 22:18
Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki Landsliðsþjálfara Íslands blöskrar ástandið í heiminum. 11. júní 2019 21:37
Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Svona verður kvöldið mitt, sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. júní 2019 21:54
Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. 12. júní 2019 14:30
Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45