Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 20:27 Fórnarlömb ebóluveirunnar grafin í Austur-Kongó. Vísir/EPA Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og ekkert bendir til þess að hann sé í rénun, að sögn framkvæmdastjóra góðgerðasjóðsins Wellcome Trust. Hátt í 1.400 manns hafa látið lífið í nýjasta faraldrinum í Austur-Kongó. Fyrsta ebólutilfellið greindist í ágúst í fyrra. Sjúkdómurinn hefur dregið um sjötíu prósent þeirra sem hafa smitast til dauða. Faraldurinn nú er sá næstversti í sögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Útbreiðslan hefur áfram að aukast en það hefur aðeins gerst einu sinni áður svo löngu eftir fyrsta tilfellið, í faraldrinum skæða sem dró rúmlega 11.300 manns til dauða í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust sem styrkir læknisfræðirannsóknir, segir útbreiðslu veirunnar nú „sannarlega ógnvekjandi“. Ekkert bendi til þess að lát verði á faraldrinum í bráð. Smit hefur greinst í nágrannaríkinu Úganda þar sem fimm ára gamall drengur lést af völdum veirunnar. Hann hafði ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni og eru ættingjar hans einnig taldir smitaðir. Farrar segir það ekki koma á óvart. Alþjóðleg viðbrögð þurfi til að hefta útbreiðsluna. „Austur-Kongó ætti ekki að þurfa að standa í þessu eitt,“ segir hann. Vopnaðar sveitir og vantraust á erlendum hjálparstarfsmönnum er sagt hafa torveldað aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Ráðist hefur verið á hátt í tvö hundruð heilsugæslustöðvar á þessu ári. Austur-Kongó Ebóla Tengdar fréttir Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15 Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og ekkert bendir til þess að hann sé í rénun, að sögn framkvæmdastjóra góðgerðasjóðsins Wellcome Trust. Hátt í 1.400 manns hafa látið lífið í nýjasta faraldrinum í Austur-Kongó. Fyrsta ebólutilfellið greindist í ágúst í fyrra. Sjúkdómurinn hefur dregið um sjötíu prósent þeirra sem hafa smitast til dauða. Faraldurinn nú er sá næstversti í sögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Útbreiðslan hefur áfram að aukast en það hefur aðeins gerst einu sinni áður svo löngu eftir fyrsta tilfellið, í faraldrinum skæða sem dró rúmlega 11.300 manns til dauða í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust sem styrkir læknisfræðirannsóknir, segir útbreiðslu veirunnar nú „sannarlega ógnvekjandi“. Ekkert bendi til þess að lát verði á faraldrinum í bráð. Smit hefur greinst í nágrannaríkinu Úganda þar sem fimm ára gamall drengur lést af völdum veirunnar. Hann hafði ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni og eru ættingjar hans einnig taldir smitaðir. Farrar segir það ekki koma á óvart. Alþjóðleg viðbrögð þurfi til að hefta útbreiðsluna. „Austur-Kongó ætti ekki að þurfa að standa í þessu eitt,“ segir hann. Vopnaðar sveitir og vantraust á erlendum hjálparstarfsmönnum er sagt hafa torveldað aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Ráðist hefur verið á hátt í tvö hundruð heilsugæslustöðvar á þessu ári.
Austur-Kongó Ebóla Tengdar fréttir Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15 Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15
Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45