Innlent

Braust inn, ógnaði heimilismanni með hnífi og flúði á vespu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan handtók þrjá í Vesturbænum.
Lögreglan handtók þrjá í Vesturbænum. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á þriðja tímanum í nótt tilkynning um mann sem hafði brotið sér leið inn í bílskúr í Breiðholti með því að brjóta upp glugga.

Tilkynnandi hafði komið að manninum við iðju sína og reynt að stöðva hann. Maðurinn dró þá upp hníf og ógnaði viðkomandi með honum. Hann komst síðan undan á vespu en lögreglu hefur ekki tekist að hafa hendur í hári óþokkans.

Þá handtók lögreglan þrjá menn í Vesturbænum laust fyrir klukkan hálf átta í gærkvöldi. Voru þeir grunaðir um vopnalagabrot og líkamsárás. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×