Enski boltinn

Guardiola slær á sögusagnir um að hann sé á leið í frí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola með einn af mörgum bikurum sem hann hefur unnið með City.
Guardiola með einn af mörgum bikurum sem hann hefur unnið með City. vísir/getty
Sögusagnir hafa verið um það að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sé að hugsa sig um að taka frí frá fótbolta vinni hann Meistaradeildina á komandi leiktíð.

Eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar, deildarbikarinn tvisvar og enska bikarinn og Samfélagsskjöldinn einu sinni er það bara Meistaradeildin sem vantar í safnið með City.

Hinn 48 ára gamli Guardiola tók svipað frí frá fótbolta eftir að hafa hætt með Barcelona og áður en hann tók við Bayern Munchen 2013 en hann segir að svipað frí sé ekki á döfinni.







„Nei. Ég er ekki að fara taka eitt ár í leyfi. Ég er ungur og hef ástríðuna. Það eru margir hlutir sem eru ekki sannir í fréttunum. Ef þeir sparka mér ekki þá verð ég þarna áfram,“ sagði Guardiola.

„Við viljum vinna Meistaradeildina því það er fallegasti hluturinn. Mikilvægast er að reyna aftur og við munum gera það. Ef okkur mistekst, þá reynum við aftur,“ sagði Spánverjinn sem var staddur á golfmóti á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×