Jón Þór: Sóknin vonbrigði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2019 18:28 Jón Þór vildi sjá betri sóknarleik en hrósaði liðsheild Íslendinga í leiknum gegn Finnum. vísir/getty Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ekki sáttur með sóknarleikinn í markalausa jafnteflinu við Finna í Turku í dag. „Sóknarleikurinn var vonbrigði. Við vorum ekki nógu skapandi í leiknum og klaufar að komast ekki oftar bak við vörnina þeirra,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. „Fyrir vikið varð þetta baráttuleikur en við sýndum karakter, liðsheild og héldum hreinu sem er jákvætt.“ Jón Þór sagði að íslenska liðið hefði þurft að teygja betur á því finnska. „Það vantaði frumkvæði í hlaupunum bak við vörnina þeirra. Við hefðum þurft að gera það til að draga vörnina aftar til að skapa okkur pláss á miðjunni. Það tókst ekki og fyrir vikið gátu Finnarnir leyft sér að halda varnarlínunni framarlega,“ sagði Jón Þór. Boltinn þarf að ganga hraðarHann sagði þrátt fyrir smávægileg meiðsli hér og þar ættu allir leikmennirnir í íslenska hópnum að vera klárir í seinni leikinn gegn Finnum í Espoo á mánudaginn. Þar vill hann sjá betri sóknarleik hjá sínu liðinu. „Við þurfum að skerpa á áherslunum í sókninni og halda áfram að vinna í okkar málum. Við þurfum að láta boltann ganga hraðar og reyna betur á vörnina þeirra,“ sagði Jón Þór. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, 18 ára leikmaður Breiðabliks, kom inn á í sínum fyrsta landsleik í dag. Hún lék síðasta hálftímann í stöðu vinstri bakvarðar. „Hún kom með kraft inn í liðið og er mjög efnilegur leikmaður. Það var ánægjulegt að sjá hana og gott að það séu að koma upp ungir og efnilegir leikmenn,“ sagði Jón Þór að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ekki sáttur með sóknarleikinn í markalausa jafnteflinu við Finna í Turku í dag. „Sóknarleikurinn var vonbrigði. Við vorum ekki nógu skapandi í leiknum og klaufar að komast ekki oftar bak við vörnina þeirra,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. „Fyrir vikið varð þetta baráttuleikur en við sýndum karakter, liðsheild og héldum hreinu sem er jákvætt.“ Jón Þór sagði að íslenska liðið hefði þurft að teygja betur á því finnska. „Það vantaði frumkvæði í hlaupunum bak við vörnina þeirra. Við hefðum þurft að gera það til að draga vörnina aftar til að skapa okkur pláss á miðjunni. Það tókst ekki og fyrir vikið gátu Finnarnir leyft sér að halda varnarlínunni framarlega,“ sagði Jón Þór. Boltinn þarf að ganga hraðarHann sagði þrátt fyrir smávægileg meiðsli hér og þar ættu allir leikmennirnir í íslenska hópnum að vera klárir í seinni leikinn gegn Finnum í Espoo á mánudaginn. Þar vill hann sjá betri sóknarleik hjá sínu liðinu. „Við þurfum að skerpa á áherslunum í sókninni og halda áfram að vinna í okkar málum. Við þurfum að láta boltann ganga hraðar og reyna betur á vörnina þeirra,“ sagði Jón Þór. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, 18 ára leikmaður Breiðabliks, kom inn á í sínum fyrsta landsleik í dag. Hún lék síðasta hálftímann í stöðu vinstri bakvarðar. „Hún kom með kraft inn í liðið og er mjög efnilegur leikmaður. Það var ánægjulegt að sjá hana og gott að það séu að koma upp ungir og efnilegir leikmenn,“ sagði Jón Þór að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15