Fótbolti

Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elín Metta átti skot í slá í upphafi leiks.
Elín Metta átti skot í slá í upphafi leiks. Vísir/Getty

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við það finnska í vináttulandsleik í Turku í dag.

Ísland og Tyrkland mætast aftur í Espoo klukkan 15:30 á mánudaginn. Þetta eru síðustu leikir Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst í haust.

Besta færi Íslands kom strax á 6. mínútu. Elín Metta Jensen átti þá skot í slá eftir aukaspyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur og skalla Glódísar Perlu Viggósdóttur.

Dagný Brynjarsdóttir fékk besta færi Íslands í seinni hálfleik en skaut yfir eftir fyrirgjöf Hlínar Eiríksdóttur.

Finnar voru annars meira með boltann og áttu nokkrar hættulegar skottilraunir en Sandra Sigurðardóttir var vel á verði í íslenska markinu.

Hin 18 ára Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks, lék sinn fyrsta landsleik í dag. Hún kom inn á fyrir Hallberu Gísladóttur á 59. mínútu.

Þetta var áttundi leikur Íslands og Finnlands. Finnar hafa unnið þrjá leiki, Íslendingar tvo og þrisvar sinnum hefur orðið jafntefli.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Sandra Sigurðardóttir

Hægri bakvörður: Ingibjörg Sigurðardóttir

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir (81. Ásta Eir Árnadóttir)

Vinstri bakvörður: Hallbera Gísladóttir (59. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir)

Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir (81. Alexandra Jóhannsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (81. Margrét Lára Viðarsdóttir)

Hægri kantmaður: Agla María Albertsdóttir

Vinstri kantmaður: Fanndís Friðriksdóttir (59. Hlín Eiríksdóttir)

Framherji: Elín Metta Jensen (89. Berglind Björg Þorvaldsdóttir)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.