Guedes tryggði Portúgölum Þjóðadeildarititlinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Enn einn titilinn í safn Cristiano Ronaldo
Enn einn titilinn í safn Cristiano Ronaldo vísir/getty
Portúgal er fyrsta þjóðin til að vinna Þjóðadeildina í fótbolta en þetta varð ljóst eftir 1-0 sigur Portúgals á Hollendingum á Drekavöllum í Porto í dag.

Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur þó heimamenn hafi verið sterkari aðilinn. Ekkert alvöru færi leit dagsins ljós og staðan í leikhléi markalaus.

Eftir klukkutíma leik áttu Portúgalar góða sókn upp vinstri kantinn sem hafnaði hjá Goncalo Guedes í góðu skotfæri rétt utan vítateigs. Hann lét vaða á markið og kom Jasper Cillesen ekki vörnum við þrátt fyrir að hafa hendur á boltanum.

Reyndist þetta eina mark leiksins og önnur meistaratignin í skaut Portúgala staðreynd en þeir eru einnig ríkjandi Evrópumeistarar eftir að hafa unnið EM í Frakklandi árið 2016.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira