Enski boltinn

Ribéry orðaður við nýliða í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ribéry vann tvöfalt á sínu síðasta tímabili hjá Bayern München.
Ribéry vann tvöfalt á sínu síðasta tímabili hjá Bayern München. vísir/getty

Þýskir fjölmiðlar hafa orðað Franck Ribéry við Sheffield United, nýliðana í ensku úrvalsdeildinni.

Ribéry hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Bayern München en samningur hans við félagið rennur út um næstu mánaðarmót.

Ribéry lék með Bayern í tólf ár og varð níu sinnum þýskur meistari með liðinu og vann Meistaradeild Evrópu með því vorið 2013.

Frakkinn ku vera með tilboð frá félögum í Ástralíu og Katar en Sheffield United ætlar að reyna að klófesta kappann.

Sheffield United endaði í 2. sæti ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili og vann sér sæti í úrvalsdeildinni. Liðið lék síðast þar tímabilið 2006-07.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.