Enski boltinn

Forráðamenn Juventus í Manchester að ræða kaup á Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frakkinn gæti verið á leið aftur til Ítalíu.
Frakkinn gæti verið á leið aftur til Ítalíu. vísir/epa
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, Fabio Paratici, er nú staddur á Englandi þar sem hann ræðir við forráðamenn Manchester United um möguleg kaup á Paul Pogba.

Þetta staðfesta heimildir Sky Sports á Ítalíu en talið er að Juventus sé tilbúið að láta bakvörðinn Joao Cancelo í skiptum sem hluta af kaupverðinu.







Pogba fór frá Juventus til United árið 2016 en United borgaði þá 93 milljónir punda fyrir hann. Umboðsmaður Pogba, Mino Raiola, hefur nú smá tíma til þess að ganga frá félagaskiptum eftir að banni hans var aflétt, í bili.

Manchester City hafði mikinn áhuga á Cancelo en nú er áhuginn ekki eins mikill eftir að Danilo verði áfram hjá félaginu. Reiknað var með að hann færi til Inter en svo er ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×