Fótbolti

Neymar svaraði fyrir sig í skýrslutöku í Brasilíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar yfirgefur lögreglustöðina í Sao Paulo.
Neymar yfirgefur lögreglustöðina í Sao Paulo. vísir/getty
Neymar, framherji PSG og brasilíska landsliðsins, mætti í gær á lögreglustöð í Sao Paulo til þess að svara fyrir ásakanir um nauðgun.

Neymar hefur komið fram opinberlega og neitað ásökunum en hann er sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í Frakklandi. Þau kynntust á samskiptamiðlinum Instagram.

Brassinn hefur stigið fram og gerði meðal annars sjö mínútna myndband á Instagram á sunnudaginn þar sem hann sagði að ásakanir væru gerðar til þess að kúga Neymar.

Neymar mætti í skýrslutöku í Brasilíu í gærkvöldi en hann mætti í svörtum jakkafötum og á hækjum vegna meiðsla sinna.

Konan sem sakar Neymar um nauðgunina hefur nú þegar rætt við lögregluna í Brasilíu.


Tengdar fréttir

Neymar sakaður um nauðgun

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í París. Neymar er á mála hjá franska liðinu Paris Saint-Germain.

Nauðgun, skattsvik og meiðsli

Síðastliðið ár hefur ekki verið dans á rósum hjá brasilíska leikmanninum Neymar. Heimurinn fékk nóg af leikaraskap hans á HM, hann hefur tvisvar farið í leikbann – fyrir að móðga dómara og slá áhorfanda, misst fyrirliðabandið í l




Fleiri fréttir

Sjá meira


×