Konan sem sakar Neymar um nauðgun mætti í sjónvarpsviðtal í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2019 09:30 Neymar og Najila Trindade. Samsett mynd Stærsta fótboltastjarna Brasilíu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann missir af Suðurameríkukeppninni vegna meiðsla og þá eru brasilískir fjölmiðlar fullir af fréttum um nauðgunarákæru á hendur honum. Najila Trindade hefur sakað Neymar bæði um líkamsárás og nauðgun á hóteli í París 15. maí síðastliðinn. Neymar hefur harðneitað þessum ásökunum og birti meðal annars öll samskipti þeirra á WhatsApp til að sanna sakleysi sitt. Neymar meiddist eftir aðeins tuttugu mínútna leik í vináttuleik á móti Katar en fyrir leikinn sagði hann að þessi leikur væri sá erfiðasti sem hann hefði spilað. Hann sleit síðan liðbönd í ökkla í leiknum. Nýjasta útspil Najila Trindade, og svar hennar við birtingu skilaboðanna, var að mæta í sjónvarpsviðtal hjá brasilískri sjónvarpsstöð og lýsa því sem gerðist. Hún viðurkenndi þar að hún hefði verið hrifin af Neymar og að hún hafi ætlað að sofa hjá honum. Neymar borgaði bæði fyrir flug hennar frá Brasilíu til París sem og hótelherbergið. Najila Trindade, sem er 27 ára gömul, sagðist í viðtalinu vera venjuleg manneskja en hún er módel og í námi í innanhússhönnun. Hún er einnig móðir. Najila talaði um bæði nauðgun og líkamsárás og sagði að þegar hún hitti Neymar hafi hann verið allt annar maður en strákurinn sem hún hafði samskipti við á WhatsApp. Najila Trindade sagðist einnig vera undribúin fyrir það að sofa hjá Neymar en heimtaði að hann notaði smokk. Hún hélt því síðan fram að Neymar hafi ekki viljað það og hafi þá ráðist á hana og nauðgað henni. Hún bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki á það. Hér fyrir neðan má sjá hluta af sjónvarpsviðtalinu við Najila Trindade.Exclusivo! Modelo que acusa Neymar de estupro fala com Roberto Cabrini. Hoje, às 19h45, no #SBTBrasilpic.twitter.com/ZDqoFJlOIe — SBT Jornalismo (@sbtjornalismo) June 5, 2019Hér fyrir neðan er einnig myndband sem hefur verið gert opinbert sem sýna á samskipti þeirra í milli á umræddu hótelherbergi. Þetta myndband er frá kvöldinu eftir en þau hittust tvisvar í París. Faðir Neymar segir að þetta myndband sanni sakleysi sonar síns því Najila Trindade tók þetta upp sjálf. Neymar eldri segir þetta sanna að hún hafi ætlað að veiða Neymar í gildru.EXCLUSIVO! Assista ao vídeo da suposta briga entre Neymar e modelo que o acusou de agressão e estupro #JornalismoRecord#JornalismoVerdadepic.twitter.com/0K7N4mZe2X — Record TV (@recordtvoficial) June 6, 2019 Brasilía Fótbolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Sjá meira
Stærsta fótboltastjarna Brasilíu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann missir af Suðurameríkukeppninni vegna meiðsla og þá eru brasilískir fjölmiðlar fullir af fréttum um nauðgunarákæru á hendur honum. Najila Trindade hefur sakað Neymar bæði um líkamsárás og nauðgun á hóteli í París 15. maí síðastliðinn. Neymar hefur harðneitað þessum ásökunum og birti meðal annars öll samskipti þeirra á WhatsApp til að sanna sakleysi sitt. Neymar meiddist eftir aðeins tuttugu mínútna leik í vináttuleik á móti Katar en fyrir leikinn sagði hann að þessi leikur væri sá erfiðasti sem hann hefði spilað. Hann sleit síðan liðbönd í ökkla í leiknum. Nýjasta útspil Najila Trindade, og svar hennar við birtingu skilaboðanna, var að mæta í sjónvarpsviðtal hjá brasilískri sjónvarpsstöð og lýsa því sem gerðist. Hún viðurkenndi þar að hún hefði verið hrifin af Neymar og að hún hafi ætlað að sofa hjá honum. Neymar borgaði bæði fyrir flug hennar frá Brasilíu til París sem og hótelherbergið. Najila Trindade, sem er 27 ára gömul, sagðist í viðtalinu vera venjuleg manneskja en hún er módel og í námi í innanhússhönnun. Hún er einnig móðir. Najila talaði um bæði nauðgun og líkamsárás og sagði að þegar hún hitti Neymar hafi hann verið allt annar maður en strákurinn sem hún hafði samskipti við á WhatsApp. Najila Trindade sagðist einnig vera undribúin fyrir það að sofa hjá Neymar en heimtaði að hann notaði smokk. Hún hélt því síðan fram að Neymar hafi ekki viljað það og hafi þá ráðist á hana og nauðgað henni. Hún bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki á það. Hér fyrir neðan má sjá hluta af sjónvarpsviðtalinu við Najila Trindade.Exclusivo! Modelo que acusa Neymar de estupro fala com Roberto Cabrini. Hoje, às 19h45, no #SBTBrasilpic.twitter.com/ZDqoFJlOIe — SBT Jornalismo (@sbtjornalismo) June 5, 2019Hér fyrir neðan er einnig myndband sem hefur verið gert opinbert sem sýna á samskipti þeirra í milli á umræddu hótelherbergi. Þetta myndband er frá kvöldinu eftir en þau hittust tvisvar í París. Faðir Neymar segir að þetta myndband sanni sakleysi sonar síns því Najila Trindade tók þetta upp sjálf. Neymar eldri segir þetta sanna að hún hafi ætlað að veiða Neymar í gildru.EXCLUSIVO! Assista ao vídeo da suposta briga entre Neymar e modelo que o acusou de agressão e estupro #JornalismoRecord#JornalismoVerdadepic.twitter.com/0K7N4mZe2X — Record TV (@recordtvoficial) June 6, 2019
Brasilía Fótbolti Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Sjá meira