Neymar sakaður um nauðgun Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júní 2019 09:15 Neymar spilar með frönsku meisturunum í PSG vísir/getty Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í París. Neymar er á mála hjá franska liðinu Paris Saint-Germain. Samkvæmt frétt BBC var kæran lögð fram til lögreglunnar í brasilísku borginni Sao Paulo en atvikið á þó að hafa átt sér stað í frönsku höfuðborginni. Neymar neitar ásökununum harðlega og talsmenn hans sendu frá sér tilkynningu þess efnis. Samkvæmt gögnum lögreglu þá kynntist konan Neymar í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram og hann stakk upp á því að þau myndu hittast í París. Hann keypti flugmiða handa henni frá Brasilíu til Frakklands og bókaði herbergi á hóteli í París. Þegar Neymar kom á hótelherbergið var hann greinilega drukkinn samkvæmt frásögn konunnar, en atvikið á að hafa átt sér stað um miðjan maímánuð. „Eftir spjall og faðmlög varð Neymar ágengur og með ofbeldi þvingaði kynmök gegn vilja fórnarlambsins,“ segir í lögregluskýrslunni. Konan snéri aftur til Brasilíu án þess að kæra atvikið til franskra lögregluyfirvalda þar sem hún var í tilfinningalegu uppnámi og hrædd við að tilkynna atvikið til lögreglu í ókunnugu landi. Neymar neitar ásökununum og faðir hans, Neymar dos Santos, sagði við brasilísku sjónvarpsstöðina Band TV að það væri klárt að þetta hafi verið gildra. Ef til þess komi þá séu þau tilbúin til þess að gera samskipti Neymar við konuna á WhatsApp opinber. Neymar er um þessar mundir með brasilíska landsliðinu að undirbúa sig fyrir Suður-Ameríkukeppnina í fótbolta. Brasilía Fótbolti Frakkland Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í París. Neymar er á mála hjá franska liðinu Paris Saint-Germain. Samkvæmt frétt BBC var kæran lögð fram til lögreglunnar í brasilísku borginni Sao Paulo en atvikið á þó að hafa átt sér stað í frönsku höfuðborginni. Neymar neitar ásökununum harðlega og talsmenn hans sendu frá sér tilkynningu þess efnis. Samkvæmt gögnum lögreglu þá kynntist konan Neymar í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram og hann stakk upp á því að þau myndu hittast í París. Hann keypti flugmiða handa henni frá Brasilíu til Frakklands og bókaði herbergi á hóteli í París. Þegar Neymar kom á hótelherbergið var hann greinilega drukkinn samkvæmt frásögn konunnar, en atvikið á að hafa átt sér stað um miðjan maímánuð. „Eftir spjall og faðmlög varð Neymar ágengur og með ofbeldi þvingaði kynmök gegn vilja fórnarlambsins,“ segir í lögregluskýrslunni. Konan snéri aftur til Brasilíu án þess að kæra atvikið til franskra lögregluyfirvalda þar sem hún var í tilfinningalegu uppnámi og hrædd við að tilkynna atvikið til lögreglu í ókunnugu landi. Neymar neitar ásökununum og faðir hans, Neymar dos Santos, sagði við brasilísku sjónvarpsstöðina Band TV að það væri klárt að þetta hafi verið gildra. Ef til þess komi þá séu þau tilbúin til þess að gera samskipti Neymar við konuna á WhatsApp opinber. Neymar er um þessar mundir með brasilíska landsliðinu að undirbúa sig fyrir Suður-Ameríkukeppnina í fótbolta.
Brasilía Fótbolti Frakkland Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira