Enski boltinn

Liverpool mun ekki reyna aftur við Fekir í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fekir í leik með Lyon.
Fekir í leik með Lyon. vísir/getty

Nabil Fekir, miðjumaður Lyon, er ekki lengur á óskalista Liverpool þrátt fyrir sögusagnir þess efnis í fjölmiðlum í Frakklandi.

Fyrir ári síðan var Liverpool nærri því að kaupa miðjumanninn á 53 milljónir punda. Hann gekkst undir læknisskoðun þar sem myndataka leiddi í ljós að hann glímdi við hnémeiðsli. Fyrir vikið varð ekkert af kaupunum.Liverpool vildi ekki taka áhættuna á hnémeiðslum hans og ákvað að leita á önnur mið. Nú vilja fjölmiðlar í Frakklandi meina að Liverpool reyni aftur að klófesta Fekir í sumar.

Independent hefur heimildir fyrir því að ekkert sé til í þeim efnum. Fekir á tólf mánuði eftir af samningi sínum hjá Lyon.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.