Coutinho með tvö mörk í upphafsleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coutinho skoraði tvívegis í upphafsleik Suður-Ameríkukeppninnar 2019.
Coutinho skoraði tvívegis í upphafsleik Suður-Ameríkukeppninnar 2019. vísir/getty

Philippe Coutinho skoraði tvö mörk þegar Brasilía vann 3-0 sigur á Bólivíu í fyrsta leik Suður-Ameríkukeppninnar 2019.

Staðan í hálfleik var markalaus og áhorfendur í Sao Paulo púuðu á heimamenn þegar þeir gengu til búningsherbergja.

Brassar léku mun betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri, skoruðu þrjú mörk og unnu á endanum öruggan sigur.

Coutinho kom Brasilíu yfir með marki úr vítaspyrnu á 50. mínútu. Þremur mínútum síðar bætti hann öðru marki við með skalla eftir fyrirgjöf Robertos Firmino.

Varamaðurinn Everton gulltryggði svo sigur Brassa með laglegu marki þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Lokatölur 3-0, Brasilíu í vil. Næsti leikur liðsins er gegn Venesúela á aðfaranótt miðvikudags.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.