VAR tók tvö mörk af Perú

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var hart barist í kvöld
Það var hart barist í kvöld vísir/getty

Venesúela og Perú gerðu markalaust jafntefli í A-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í fótbolta í kvöld.

Christofer Gonzales kom boltanum í netið fyrir Perú strax á sjöundu mínútu en eftir myndbandsdómgæslu var markið dæmt af vegna rangstöðu.

Perú var ekki hætt að setja boltann í netið því á 64. mínútu var aftur mark dæmt af vegna rangstöðu, aftur með hjálp myndbandsdómgæslunnar.

Á 75. mínútu fékk Luis Mago sitt annað gula spjald og var sendur í sturtu. Venesúela spilaði því síðasta korterið manni færri.

Mörkin tvö voru tvö af örfáum markverðum atvikum í annars bragðdaufum leik.

Liðin eru bæði komin með stig í riðlinum, Brasilía situr á toppnum með þrjú stig en Bólivía á botninum án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.