Sanchez skoraði í öruggum sigri Síle

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sanchez fagnar marki sínu í nótt
Sanchez fagnar marki sínu í nótt vísir/getty
Alexis Sanchez og félagar í landsliði Síle unnu Japani örugglega í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta í nótt.Síle er ríkjandi meistari og byrjaði titilvörnina af krafti gegn gestaliði Japan.Fyrsta mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks þegar miðjumaðurinn Erick Pulgar skallaði boltanum í netið og tryggði Síle forystuna í hálfleik.Á 54. mínútu skoraði Eduardo Vargas annað mark Síle og nú hefur hann skorað í fjórum lokakeppnum stórmóta í röð fyrir Síle.Manchester United maðurinn Sanchez skoraði á 82. mínútu og lagði upp annað mark Vargas aðeins mínútu síðar. Þetta var fyrsta fótboltamarkið sem Sanchez skorar eftir fimm mánaða markaþurrð.Lokatölur uruð 4-0 og sigur Síle öruggur gegn ungu liði Japan.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.