Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2019 13:30 Jón Kaldal, sem er talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Mynd/Magnús Hlynur Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þau fyrrnefndu óska eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað en þau síðarnefndu eru hins vegar á því að frestun muni ekki bæta stöðuna. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi og verður henni haldið áfram í dag, samkvæmt dagskrá þingfundar. Gefið hefur verið út að mikill einhugur sé um málið í atvinnuveganefnd. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánFrumvarpið hefur verið umdeilt en síðast í gær sendu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, frá sér yfirlýsingu þar sem áréttað var að fyrirliggjandi frumvarp muni þrengja mjög að rekstrarskilyrðum fiskeldisfyrirtækja og hamla uppbyggingu í greininni. Óska samtökin eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað og mikilvægir þættir þess endurskoðaðir. Samtökin Icelandic Wildlife Fund, sem berjast gegn sjókvíaeldi, hafa einnig lagst gegn frumvarpinu, einkum á grundvelli umhverfissjónarmiða. Jón Kaldal talsmaður samtakanna segir einnig mikilvægt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar verði í höndum vísindamanna og ekki gert pólitískt. Jón tekur þó ekki í sama streng og SFS varðandi frestun á afgreiðslu frumvarpsins. Hann segist ekki viss um að frestun muni hafa nokkur áhrif á stöðuna í ljósi sterkrar stöðu forsvarsmanna fiskeldis hér á landi. „Það er ofboðslegur þrýstingur af hálfu fiskeldisins að ýmis mál verði liðkuð eldi í hag. Við þekkjum mjög vel kraftinn, eða allavega allavega þá miklu fjármuni að baki þessum „lobbýisma“. Og við höfum áhyggjur af því að ef málinu verði frestað þá muni sjónarmið eldisins verða enn sterkari.“ Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. 7. mars 2019 20:30 Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. 6. maí 2014 07:00 Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. 25. apríl 2019 21:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þau fyrrnefndu óska eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað en þau síðarnefndu eru hins vegar á því að frestun muni ekki bæta stöðuna. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi og verður henni haldið áfram í dag, samkvæmt dagskrá þingfundar. Gefið hefur verið út að mikill einhugur sé um málið í atvinnuveganefnd. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánFrumvarpið hefur verið umdeilt en síðast í gær sendu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, frá sér yfirlýsingu þar sem áréttað var að fyrirliggjandi frumvarp muni þrengja mjög að rekstrarskilyrðum fiskeldisfyrirtækja og hamla uppbyggingu í greininni. Óska samtökin eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað og mikilvægir þættir þess endurskoðaðir. Samtökin Icelandic Wildlife Fund, sem berjast gegn sjókvíaeldi, hafa einnig lagst gegn frumvarpinu, einkum á grundvelli umhverfissjónarmiða. Jón Kaldal talsmaður samtakanna segir einnig mikilvægt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar verði í höndum vísindamanna og ekki gert pólitískt. Jón tekur þó ekki í sama streng og SFS varðandi frestun á afgreiðslu frumvarpsins. Hann segist ekki viss um að frestun muni hafa nokkur áhrif á stöðuna í ljósi sterkrar stöðu forsvarsmanna fiskeldis hér á landi. „Það er ofboðslegur þrýstingur af hálfu fiskeldisins að ýmis mál verði liðkuð eldi í hag. Við þekkjum mjög vel kraftinn, eða allavega allavega þá miklu fjármuni að baki þessum „lobbýisma“. Og við höfum áhyggjur af því að ef málinu verði frestað þá muni sjónarmið eldisins verða enn sterkari.“
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. 7. mars 2019 20:30 Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. 6. maí 2014 07:00 Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. 25. apríl 2019 21:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. 7. mars 2019 20:30
Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. 6. maí 2014 07:00
Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. 25. apríl 2019 21:00