Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 20:30 Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. Þá verður atvinnuveganefnd komin til landsins frá Noregi þar sem hún er einmitt að kynna sér fiskeldi. Stangaveiðifélög leggjast alfarið gegn frumvarpinu. Nokkur umræða varð um frumvarpið á Alþingi í dag en það er umfangsmikið og tekur meðal annars á rannsóknum og leyfisveitingum fyrir fiskeldi í sjó. Sjávarútvegsráðherra sagði umræðuna hér á landi um þessi mál oft snúast um hvort menn vildu byggja upp fiskeldi eða vernda náttúruna. Þetta væri röng nálgun því bæði þessi grundvallaratriði ættu að geta farið saman. „Með það að markmiði er í frumvarpinu sett á fót samráðsnefnd sem er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. markmið þessa er að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumats erfðablöndunar og stuðla að nauðsynlegu samráði við uppbyggingu fiskeldis hér á landi,” sagði Kristján Þór meðal annars þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við þessa samráðsnefnd, sem fjalli eigi um áhættumat um erfðablöndun með fulltrúum ráðherra og hagsmunaaðila fiskeldis í meirihluta. Með þessu grafi ráðherra undan áhættumati. Þá sé ákvæði um að ráðherra eigi að staðfesta matið af sama toga. Veiðifélögin leggjast einnig gegn því að Hafrannsóknarstofnun fái víðtækar heimildir til að stunda eldistilraunir í sjó þegar fyrir liggi að stjórnvöld hyggjast nýta þá heimild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúp þvert á niðurstöðu áhættumats og fram hjá öllum reglum í umhverfisrétti. Fjölmargir þingmenn lýstu ýmist efasemdum um frumvarpið eða stuðningi við það á Alþingi í dag. En þannig vill til að atvinnuveganefnd sem á að fjalla um málið er öll stödd í Noregi þessa dagana til að kynna sér fiskeldi Norðmanna. Því var ákveðið að fresta fyrstu umræðu þar til á mánudag þegar nefndarfólk er komið heim. Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. Þá verður atvinnuveganefnd komin til landsins frá Noregi þar sem hún er einmitt að kynna sér fiskeldi. Stangaveiðifélög leggjast alfarið gegn frumvarpinu. Nokkur umræða varð um frumvarpið á Alþingi í dag en það er umfangsmikið og tekur meðal annars á rannsóknum og leyfisveitingum fyrir fiskeldi í sjó. Sjávarútvegsráðherra sagði umræðuna hér á landi um þessi mál oft snúast um hvort menn vildu byggja upp fiskeldi eða vernda náttúruna. Þetta væri röng nálgun því bæði þessi grundvallaratriði ættu að geta farið saman. „Með það að markmiði er í frumvarpinu sett á fót samráðsnefnd sem er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. markmið þessa er að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumats erfðablöndunar og stuðla að nauðsynlegu samráði við uppbyggingu fiskeldis hér á landi,” sagði Kristján Þór meðal annars þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við þessa samráðsnefnd, sem fjalli eigi um áhættumat um erfðablöndun með fulltrúum ráðherra og hagsmunaaðila fiskeldis í meirihluta. Með þessu grafi ráðherra undan áhættumati. Þá sé ákvæði um að ráðherra eigi að staðfesta matið af sama toga. Veiðifélögin leggjast einnig gegn því að Hafrannsóknarstofnun fái víðtækar heimildir til að stunda eldistilraunir í sjó þegar fyrir liggi að stjórnvöld hyggjast nýta þá heimild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúp þvert á niðurstöðu áhættumats og fram hjá öllum reglum í umhverfisrétti. Fjölmargir þingmenn lýstu ýmist efasemdum um frumvarpið eða stuðningi við það á Alþingi í dag. En þannig vill til að atvinnuveganefnd sem á að fjalla um málið er öll stödd í Noregi þessa dagana til að kynna sér fiskeldi Norðmanna. Því var ákveðið að fresta fyrstu umræðu þar til á mánudag þegar nefndarfólk er komið heim.
Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira