Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 20:30 Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. Þá verður atvinnuveganefnd komin til landsins frá Noregi þar sem hún er einmitt að kynna sér fiskeldi. Stangaveiðifélög leggjast alfarið gegn frumvarpinu. Nokkur umræða varð um frumvarpið á Alþingi í dag en það er umfangsmikið og tekur meðal annars á rannsóknum og leyfisveitingum fyrir fiskeldi í sjó. Sjávarútvegsráðherra sagði umræðuna hér á landi um þessi mál oft snúast um hvort menn vildu byggja upp fiskeldi eða vernda náttúruna. Þetta væri röng nálgun því bæði þessi grundvallaratriði ættu að geta farið saman. „Með það að markmiði er í frumvarpinu sett á fót samráðsnefnd sem er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. markmið þessa er að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumats erfðablöndunar og stuðla að nauðsynlegu samráði við uppbyggingu fiskeldis hér á landi,” sagði Kristján Þór meðal annars þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við þessa samráðsnefnd, sem fjalli eigi um áhættumat um erfðablöndun með fulltrúum ráðherra og hagsmunaaðila fiskeldis í meirihluta. Með þessu grafi ráðherra undan áhættumati. Þá sé ákvæði um að ráðherra eigi að staðfesta matið af sama toga. Veiðifélögin leggjast einnig gegn því að Hafrannsóknarstofnun fái víðtækar heimildir til að stunda eldistilraunir í sjó þegar fyrir liggi að stjórnvöld hyggjast nýta þá heimild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúp þvert á niðurstöðu áhættumats og fram hjá öllum reglum í umhverfisrétti. Fjölmargir þingmenn lýstu ýmist efasemdum um frumvarpið eða stuðningi við það á Alþingi í dag. En þannig vill til að atvinnuveganefnd sem á að fjalla um málið er öll stödd í Noregi þessa dagana til að kynna sér fiskeldi Norðmanna. Því var ákveðið að fresta fyrstu umræðu þar til á mánudag þegar nefndarfólk er komið heim. Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. Þá verður atvinnuveganefnd komin til landsins frá Noregi þar sem hún er einmitt að kynna sér fiskeldi. Stangaveiðifélög leggjast alfarið gegn frumvarpinu. Nokkur umræða varð um frumvarpið á Alþingi í dag en það er umfangsmikið og tekur meðal annars á rannsóknum og leyfisveitingum fyrir fiskeldi í sjó. Sjávarútvegsráðherra sagði umræðuna hér á landi um þessi mál oft snúast um hvort menn vildu byggja upp fiskeldi eða vernda náttúruna. Þetta væri röng nálgun því bæði þessi grundvallaratriði ættu að geta farið saman. „Með það að markmiði er í frumvarpinu sett á fót samráðsnefnd sem er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. markmið þessa er að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumats erfðablöndunar og stuðla að nauðsynlegu samráði við uppbyggingu fiskeldis hér á landi,” sagði Kristján Þór meðal annars þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við þessa samráðsnefnd, sem fjalli eigi um áhættumat um erfðablöndun með fulltrúum ráðherra og hagsmunaaðila fiskeldis í meirihluta. Með þessu grafi ráðherra undan áhættumati. Þá sé ákvæði um að ráðherra eigi að staðfesta matið af sama toga. Veiðifélögin leggjast einnig gegn því að Hafrannsóknarstofnun fái víðtækar heimildir til að stunda eldistilraunir í sjó þegar fyrir liggi að stjórnvöld hyggjast nýta þá heimild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúp þvert á niðurstöðu áhættumats og fram hjá öllum reglum í umhverfisrétti. Fjölmargir þingmenn lýstu ýmist efasemdum um frumvarpið eða stuðningi við það á Alþingi í dag. En þannig vill til að atvinnuveganefnd sem á að fjalla um málið er öll stödd í Noregi þessa dagana til að kynna sér fiskeldi Norðmanna. Því var ákveðið að fresta fyrstu umræðu þar til á mánudag þegar nefndarfólk er komið heim.
Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum