Innlent

Grísirnir mættir í Bolungarvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grísirnir tveir þreyttir eftir ferðalagið til Bolungarvíkur.
Grísirnir tveir þreyttir eftir ferðalagið til Bolungarvíkur. Bolungarvík.is

Bolvíkingar tóku í gærkvöldi á móti nýjustu íbúum sveitarfélagsins. Um er að ræða nafnlausu grísina tvo sem til stendur að beita á kerfil í bæjarlandinu. Kerfillinn er mikil plága í Bolungarvík.

Um er að ræða tilraunaverkefni Bolungarvíkur í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða. Grísirnir eru tíu vikna gamlir en efnt hefur verið til nafnasamkeppni með það að leiðarljósi að finna glæsileg nöfn á nýjustu íbúa bæjarins.

Leit hefur staðið yfir að umsjónaraðila fyrir grísina tvo enda vilja Bolvíkingar að grísunum líði sem allra best í víkinni.

 
 
 
View this post on Instagram
Hvíldinni fegnir eftir langt ferðalag #Bolungarvík #kerfill
A post shared by Bolungarvík (@bolungarvik) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.