Innlent

Grísirnir mættir í Bolungarvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grísirnir tveir þreyttir eftir ferðalagið til Bolungarvíkur.
Grísirnir tveir þreyttir eftir ferðalagið til Bolungarvíkur. Bolungarvík.is
Bolvíkingar tóku í gærkvöldi á móti nýjustu íbúum sveitarfélagsins. Um er að ræða nafnlausu grísina tvo sem til stendur að beita á kerfil í bæjarlandinu. Kerfillinn er mikil plága í Bolungarvík.

Um er að ræða tilraunaverkefni Bolungarvíkur í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða. Grísirnir eru tíu vikna gamlir en efnt hefur verið til nafnasamkeppni með það að leiðarljósi að finna glæsileg nöfn á nýjustu íbúa bæjarins.

Leit hefur staðið yfir að umsjónaraðila fyrir grísina tvo enda vilja Bolvíkingar að grísunum líði sem allra best í víkinni.

 
 
 
View this post on Instagram
Hvíldinni fegnir eftir langt ferðalag #Bolungarvík #kerfill

A post shared by Bolungarvík (@bolungarvik) on Jun 14, 2019 at 5:57am PDT
Fleiri fréttir

Sjá meira


×