Fótbolti

Dortmund vill fá Hummels heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hummels hefur þrisvar sinnum orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München.
Hummels hefur þrisvar sinnum orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München. vísir/getty

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum ætlar Borussia Dortmund að reyna að fá miðvörðinn Mats Hummels aftur til félagsins.

Hummels lék með Dortmund á árunum 2009-16 áður en Bayern München keypti hann. Undanfarin þrjú ár hefur hann orðið þýskur meistari með Bayern. Hummels varð einnig tvisvar sinnum Þýskalandsmeistari með Dortmund.

Bayern hefur gengið frá kaupunum á frönsku heimsmeisturunum Benjamin Pavard og Lucas Hernández og samkeppnin um stöður í miðri vörn liðsins er því mikil.

Hummels lék 21 leik í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og skoraði eitt mark.

Dortmund endaði í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Bayern. Bæjarar urðu einnig bikarmeistarar eftir 3-0 sigur á RB Leipzig í úrslitaleik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.