Erlent

Hundruð yfirgefa heimili sín vegna flóða í Englandi

Andri Eysteinsson skrifar
Áin Steeping hefur flætt yfir bakka sína.
Áin Steeping hefur flætt yfir bakka sína. EPA/ Cpl Phil Major
Sökum mikilla rigninga í Lincolnskíri í austurhluta Englands hefur áin Steeping flætt yfir bakka sína, því hefur íbúum 580 heimila í bænum Wainfleet All Saints, norðan og sunnan árinnar, verið gert að yfirgefa heimili sín. Sky greinir frá.Herafli var sendur á vettvang til að liðka fyrir rýmkun og til þess að freista þess að tryggja árbakka Steeping. Allt kom þó fyrir ekki og munu bráðabirgðaráðstafanir hersins eiga skammt eftir og því mun aukast í flóðið. Þyrlur flugu sandpokum á vettang og fluttu hermenn til að aðstoða íbúa.Yfirvöld bíða eftir því að flóðið sjatni og er sagt að veðurfar næstu tveggja daga muni skipta sköpum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.