Fótbolti

Samkomulag um skipti Hummels aftur til Dortmund

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mats Hummels
Mats Hummels vísir/getty

Bayern München og Borussia Dortmund hafa komist að samkomulagi um kaup síðarnefnda félagsins á Mats Hummels.

Fréttir bárust af því í dag að Hummels væri á leið aftur til Dortmund og þýska blaðið Bild sagði í kvöld að liðin hefðu komist að samkomulagi um félagsskiptin.

Samkvæmt heimildum Bild mun Dortmund borga 20 milljón evrur fyrir að fá fyrrum fyrirliðann sinn aftur. Þá mun Hummels fá samning upp á tvær milljónir evra á ári.

Hummels hefur fallið í goggunarröðinni hjá Bayern eftir komu Lucas Hernandez og gaf Niko Kovac, þjálfari Bayern, grænt ljós á að selja varnarmanninn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.