Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 13:30 Frá æfingu slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld. Mynd/Ágúst Ágútsson Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Undanfarana daga hefur verið varað við gróðureldum í Skorradal vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Í kjölfar æfingar slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld sagði Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag að hann fagnaði áhuga sumarhúsaeigenda á því að taka þátt í æfingu með slökkviliðinu. Hann sagðist hafa heyrt af áhuga sumarhúsaeigenda í fjölmiðlum, þeir hafi aldrei haft samband við slökkviliðið. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“ Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína?„Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ sagði Þórður.Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðssstjóri Borgarbyggðar.Mynd/Ágúst ÁgústssonÍ tilkynningunni stjórnar sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal eru ummælin skrifuð á þekkingar- og reynsluleysi varaslökkviliðsstjórans. Fjölmörg dæmi séu um að almennir borgara hafi skipst sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Vísað er til þess að almennur borgari sem notaði eigin tæki hafi bjargað miklu í sinubruna í Hvammshlíð 2013. Annað nýlegra dæmi sé úr Fitjahlíð frá síðastliðnum páskum þegar eldur kom upp í sumarhúsi. Þá hafi eigendur og almennir borgarar á svæðinu slökkt eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn 50 mínútum eftir að tilkynning barst.Eldur kviknaði í sumarhúsi í Fitjahlíð í Skorradal um páskana.Mynd/AðsendÓskað eftir samstarfi við slökkvilið Sumarhúsafélagið í Fitjahlíð harmar að ekki hafi verið komið á samstarfi við slökkvilið vegna þjálfunar íbúa í Skorradal og fræðslu um viðbrögð vegna bruna. Félagið segist hafa óskað eftir því við slökkviliðsstjóra fyrir þremur árum. Sumarhúsaeigendur segjast ánægðir með æfingu slökkviliðsins í Skorradal síðastliðið föstudagskvöld. Ánægjulegt hafi verið að að sjá loksins slökkviliðið koma í dalinn og kynna sér aðstæður. Garðyrkjumenn eru sagðir ánægðir enda hafi slökkviliðið vökvað stór svæði í dalnum sem hafi verið farin að skrælna. Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Undanfarana daga hefur verið varað við gróðureldum í Skorradal vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Í kjölfar æfingar slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld sagði Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag að hann fagnaði áhuga sumarhúsaeigenda á því að taka þátt í æfingu með slökkviliðinu. Hann sagðist hafa heyrt af áhuga sumarhúsaeigenda í fjölmiðlum, þeir hafi aldrei haft samband við slökkviliðið. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“ Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína?„Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ sagði Þórður.Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðssstjóri Borgarbyggðar.Mynd/Ágúst ÁgústssonÍ tilkynningunni stjórnar sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal eru ummælin skrifuð á þekkingar- og reynsluleysi varaslökkviliðsstjórans. Fjölmörg dæmi séu um að almennir borgara hafi skipst sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Vísað er til þess að almennur borgari sem notaði eigin tæki hafi bjargað miklu í sinubruna í Hvammshlíð 2013. Annað nýlegra dæmi sé úr Fitjahlíð frá síðastliðnum páskum þegar eldur kom upp í sumarhúsi. Þá hafi eigendur og almennir borgarar á svæðinu slökkt eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn 50 mínútum eftir að tilkynning barst.Eldur kviknaði í sumarhúsi í Fitjahlíð í Skorradal um páskana.Mynd/AðsendÓskað eftir samstarfi við slökkvilið Sumarhúsafélagið í Fitjahlíð harmar að ekki hafi verið komið á samstarfi við slökkvilið vegna þjálfunar íbúa í Skorradal og fræðslu um viðbrögð vegna bruna. Félagið segist hafa óskað eftir því við slökkviliðsstjóra fyrir þremur árum. Sumarhúsaeigendur segjast ánægðir með æfingu slökkviliðsins í Skorradal síðastliðið föstudagskvöld. Ánægjulegt hafi verið að að sjá loksins slökkviliðið koma í dalinn og kynna sér aðstæður. Garðyrkjumenn eru sagðir ánægðir enda hafi slökkviliðið vökvað stór svæði í dalnum sem hafi verið farin að skrælna.
Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30
Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53