Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 22:48 Keith Raniere og verjendur hans líkt og teiknari AP sá þá fyrir sér í dómsal. AP/Elizabeth Williams Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. AP greinir frá.Mál Raniere hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir aðHollywood-leikkonan og Smallville-stjarnan Allison Mackvar hluti af hópnum. Játaði fyrr á árinu að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.Í máli Moira Penza, saksóknara í málinu, kom fram að í réttarhöldunum hafivitnisburður leitt það bersýnilega í ljós að Raniere hafi nýtt sér aðrar konur, svokallaða yfirboðara,til þess að kúga aðrar konur, svokallaða þræla, til þess að stunda kynlíf með honum. Undirhópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans sagður vera valdefling meðlima hans.Vitni í málinu og fyrrverandi meðlimir hópsins hafa sagt að þau hafi meðal annars þurft að láta af hendi eins konar tryggingu í formi upplýsinga sem gætu talist skaðlegar. Þannig hafi Raniere getað hótað því að gera upplýsingar opinberar til þess að koma í veg fyrir að konurnar sem í hópnum væru gæti yfirgefið hann.Höfuðstöðvar Nxivm voru í Albany í Bandaríkjunum.Getty/Amy LukEitt vitni lét sinn yfirboðara fá bréf sem tryggingu. Bréfið var stílað á foreldra hennar og í því stóð að hún væri vændiskona. Sagði Penza að í raun hafi Raniere ekki verið neitt annað en leiðtogi glæpahóps og svikahrappur sem hafi stofnað hópinn til að „uppfylla þörf hans fyrir kynlíf og völd.“ Penza vitnaði einnig í vitnisburð fórnarlamba og innanbúðarmanna í hópnum sem sögðu meðal annars að einn fylgjandi hópsins hafi verið lokuð inn í svefnherbergi í 705 daga, auk þess sem að því var lýst hvernig Raniere hafi undirbúið stúlkur allt niður í fimmtán ára aldur undir það að ganga í hópinn. Verjandi Raniere sakaði saksóknarann um að fara vísvitandi með rangt mál til þess að mála eins slæma mynd af skjólstæðingi hans og hægt væri. Sagði hann að stúlkurnar hefðu allar gefið samþykki sitt fyrir að stunda kynlíf með Raniere, auk þess sem að hin svokallaða trygging sem meðlimir hópsins hafi verið látnar afhenda væri merkingarlaust í málinu, þar sem hvorki Raniere, né einhver annar í hópnum, hafi notað þær upplýsingar sem þar komu fram. Réttarhöldin halda áfram á morgun en þá munu verjendur Raniere ljúka málflutningi sínum. Bandaríkin Tengdar fréttir Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30 Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. AP greinir frá.Mál Raniere hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir aðHollywood-leikkonan og Smallville-stjarnan Allison Mackvar hluti af hópnum. Játaði fyrr á árinu að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.Í máli Moira Penza, saksóknara í málinu, kom fram að í réttarhöldunum hafivitnisburður leitt það bersýnilega í ljós að Raniere hafi nýtt sér aðrar konur, svokallaða yfirboðara,til þess að kúga aðrar konur, svokallaða þræla, til þess að stunda kynlíf með honum. Undirhópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans sagður vera valdefling meðlima hans.Vitni í málinu og fyrrverandi meðlimir hópsins hafa sagt að þau hafi meðal annars þurft að láta af hendi eins konar tryggingu í formi upplýsinga sem gætu talist skaðlegar. Þannig hafi Raniere getað hótað því að gera upplýsingar opinberar til þess að koma í veg fyrir að konurnar sem í hópnum væru gæti yfirgefið hann.Höfuðstöðvar Nxivm voru í Albany í Bandaríkjunum.Getty/Amy LukEitt vitni lét sinn yfirboðara fá bréf sem tryggingu. Bréfið var stílað á foreldra hennar og í því stóð að hún væri vændiskona. Sagði Penza að í raun hafi Raniere ekki verið neitt annað en leiðtogi glæpahóps og svikahrappur sem hafi stofnað hópinn til að „uppfylla þörf hans fyrir kynlíf og völd.“ Penza vitnaði einnig í vitnisburð fórnarlamba og innanbúðarmanna í hópnum sem sögðu meðal annars að einn fylgjandi hópsins hafi verið lokuð inn í svefnherbergi í 705 daga, auk þess sem að því var lýst hvernig Raniere hafi undirbúið stúlkur allt niður í fimmtán ára aldur undir það að ganga í hópinn. Verjandi Raniere sakaði saksóknarann um að fara vísvitandi með rangt mál til þess að mála eins slæma mynd af skjólstæðingi hans og hægt væri. Sagði hann að stúlkurnar hefðu allar gefið samþykki sitt fyrir að stunda kynlíf með Raniere, auk þess sem að hin svokallaða trygging sem meðlimir hópsins hafi verið látnar afhenda væri merkingarlaust í málinu, þar sem hvorki Raniere, né einhver annar í hópnum, hafi notað þær upplýsingar sem þar komu fram. Réttarhöldin halda áfram á morgun en þá munu verjendur Raniere ljúka málflutningi sínum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30 Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30
Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18
Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57
Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00
Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29