Mál Raniere hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir aðHollywood-leikkonan og Smallville-stjarnan Allison Mackvar hluti af hópnum. Játaði fyrr á árinu að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.
Í máli Moira Penza, saksóknara í málinu, kom fram að í réttarhöldunum hafivitnisburður leitt það bersýnilega í ljós að Raniere hafi nýtt sér aðrar konur, svokallaða yfirboðara,til þess að kúga aðrar konur, svokallaða þræla, til þess að stunda kynlíf með honum. Undirhópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans sagður vera valdefling meðlima hans.
Vitni í málinu og fyrrverandi meðlimir hópsins hafa sagt að þau hafi meðal annars þurft að láta af hendi eins konar tryggingu í formi upplýsinga sem gætu talist skaðlegar. Þannig hafi Raniere getað hótað því að gera upplýsingar opinberar til þess að koma í veg fyrir að konurnar sem í hópnum væru gæti yfirgefið hann.

Penza vitnaði einnig í vitnisburð fórnarlamba og innanbúðarmanna í hópnum sem sögðu meðal annars að einn fylgjandi hópsins hafi verið lokuð inn í svefnherbergi í 705 daga, auk þess sem að því var lýst hvernig Raniere hafi undirbúið stúlkur allt niður í fimmtán ára aldur undir það að ganga í hópinn.
Verjandi Raniere sakaði saksóknarann um að fara vísvitandi með rangt mál til þess að mála eins slæma mynd af skjólstæðingi hans og hægt væri. Sagði hann að stúlkurnar hefðu allar gefið samþykki sitt fyrir að stunda kynlíf með Raniere, auk þess sem að hin svokallaða trygging sem meðlimir hópsins hafi verið látnar afhenda væri merkingarlaust í málinu, þar sem hvorki Raniere, né einhver annar í hópnum, hafi notað þær upplýsingar sem þar komu fram.
Réttarhöldin halda áfram á morgun en þá munu verjendur Raniere ljúka málflutningi sínum.